Viðskipti innlent

Tchenguiz semur við Kaupþing - fellur frá 276 milljarða króna kröfu

Vincent Tchenguiz
Vincent Tchenguiz
Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur náð samkomulagi við Kaupþing en hann mun falla frá málsókn gegn bankanum. Samkvæmt fréttastofu Reuters mat Vincent kröfu sína gegn bankanum um einn og hálfan milljarð punda, eða 276 milljarða króna.

Í yfirlýsingu frá skilanefnd Kaupþings kemur fram að aðilar hafi komist að samkomulagi en Vincent stefndi bankanum fyrir dómstóla á síðasta ári, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Kröfu Kaupþings um frávísun var vísað frá breskum dómstólum fyrr á þessu ári. Því dómsmáli verður nú hætt í ljósi samkomulagsins.

Vincent var stærsti viðskiptavinur Kaupþings. Hann var handtekinn í mars síðastliðnum vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á hruni Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×