Viðskipti innlent

Hagnaður Nýherja 64 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er sáttur við niðurstöðuna.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er sáttur við niðurstöðuna.
Heildarhagnaður Nýherja nam 64 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Fyrirtækið tapaði hins vegar 130 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA var 160 milljónir króna á fyrta ársfjórðungi núna en var 35 milljónir króna á tímabilinu á undan. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu sem Nýherji birti í dag.

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, er sáttur við niðurstöðuna. „Afkoma erlendrar starfsemi var ágæt og nam EBITDA 55 milljónum króna samanborið við 3 milljónir króna á síðasta ári. Með breytingum á skipulagi innlendrar starfsemi, sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn, skapast tækifæri til að ná auknum slagkrafti í rekstri samstæðunnar með færri og sterkari einingum, þannig að mæta megi betur síbreytilegum þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Þórður í tilkynningu vegna þessa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×