Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkað um tæp sex prósent síðustu tólf mánuði

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Á morgun mun Þjóðskrá Íslands birta vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágústmánuð.

Síðast lækkaði verð íbúðarhúsnæðis lítillega milli mánaða, eða sem nemur um 0,1% að nafnvirði, og er þetta í fyrsta sinn sem verðþróunin er í þessa átt síðan í desember á síðasta ári samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Sé tekið mið af tólf mánaða taktinum þá hefur íbúðaverð hækkað um 5,9% að nafnvirði, og hefur verð á sérbýlum hækkað nokkuð meira en verð á íbúðum í fjölbýlum á tímabilinu, eða um 9,8% á móti 4,9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×