Handbolti

Spánn og Frakkland gerðu jafntefli - Ísland efst í milliriðlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Julen Akizu Aguinalde, línumaðurinn sterki í liði Spánverja, í leiknum í kvöld.
Julen Akizu Aguinalde, línumaðurinn sterki í liði Spánverja, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

Þau óvæntu úrslit urðu í leik Spánar og Frakklands í kvöld að liðin skildu jöfn, 28-28, í A-riðli á HM í handbolta í Svíþjóð.

Úrslitin þýða það að bæði lið fara með þrjú stig með sér í milliriðlakeppnina. Ísland vann fyrr í kvöld sigur á Norðmönnum, 29-22, og tryggðu sér þar með fullt hús stiga í B-riðli. Ísland fer því afram með fjögur stig í milliriðilinn.

Eins og staðan er í milliriðlinum eftir þessi úrslit er nú þá er Ísland í efsta sæti með fjögur stig. Frakkar og Spánverjar koma næstir með þrjú, þá Ungverjar tvö og Þjóðverjar og Norðmenn ekkert.

Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik í milliriðlakeppninni, þá Spáni og loks Frakklandi.

Frakkar voru með undirtökin lengst af í leiknum og voru með fimm marka forsytu í hálfleik, 18-13.

Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru eftir var 28-24, Frökkum í vil. Spánverjar skoruðu því síðustu fjögur mörk leiksins. Bæði lið fengu tækifæri til að skora á lokamínútunni en nýttu það ekki.

Nánar verður fjallað um þýðingu þessa leiks fyrir Ísland á mótinu síðar í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×