Goldman Sachs, fimmti stærsti banki Bandaríkjanna, reiknar með að tapa 3,4 milljörðum dollara eða um 400 milljörðum kr. í dómsmálum á þessu ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til bandaríska fjármálaeftirlitsins í dag. Í tilkynningunni er þetta orðað sem svo að „raunhæfur möguleiki sé á að dómsmál sem eru í gangi gegn bankanum muni skila honum tapi upp á allt að 3,4 milljarða dollara."
Í umfjöllun um málið á Bloomberg segir að m.a. sé hér um að ræða kröfur um að Goldman Sachs endurkaupi skuldabréf sem bankinn seldi á síðasta ári en mat bankans á tapinu miðast við síðustu áramót.
Goldman Sachs tapar 400 milljörðum í dómsmálum
