Árni Hauksson: "Munum ekki kaupa meira“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2011 18:57 Beinn eignarhlutur viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar í smásölurisanum Högum er aðeins átta prósent þegar eignarhald á samlagshlutafélaginu Búvöllum hefur verið sundurgreint. Árni segir að þeir hafi engin áform um að auka við hlut sinn. Fyrr á þessu ári keypti samfélagshlutafélagið Búvellir 34 prósenta hlut í Högum af Arion banka og um daginn nýtti félagið sér kauprétt að öðrum 10 prósentum sem afhent verða síðar í þessum mánuði. Félagið mun því halda utan um 44 prósenta hlut í Högum. Yfirtökuskylda í skráðum félögum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti miðast við 33 prósenta hlut. Ekki myndast yfirtökuskylda í Högum þar sem félagið er ekki skráð og slík skylda myndast ekki ef hluturinn ef yfir mörkum við frumskráningu, aðeins ef hluturinn fer yfir mörkin eftir skráningu á markað.Yfirmaður hjá Barclay's bankanum í hópnum Búvellir er samlagshlutafélag, sem þýðir að hver og einn hluthafi í Búvöllum heldur á beinum eignarhlut í Högum. Eigendur Búvalla er félagið Hagamelur, sem er í eigu félagsins Vogabakka, sem á 50 prósent, en Vogabakki er í jafnri eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Aðrir hluthafar í Hagamel eru Tryggingamiðstöðin með fjórðungshlut og Sigurbjörn Þorkelsson, sem einnig er með fjórðungshlut, en hann er yfirmaður hjá Barclay's bankanum í Lundúnum. Sigurbjörn er góður vinur þeirra Hallbjörns og Árna, en allir þrír stunduðu á sama tíma nám í verkfræði og fóru síðan saman í framhaldsnám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Sigurbjörn hefur síðastliðin tuttugu ár starfað erlendis í bankaheiminum, lengi í Bandaríkjunum. Aðrir stórir hluthafar í Búvöllum eru Gildi lífeyrissjóður og tveir sjóðir á vegum sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis. Auk þess eiga nokkrir minni lífeyrissjóðir og félög smærri hluti. Samsetning eignarhalds á Búvöllum gerir það að verkum að enginn einn hluthafi fer með stærri hlut en 8,5 prósent og sé eignarhaldið smættað niður, eða sundurgreint, eiga þeir Árni og Hallbjörn aðeins átta prósenta beinan hlut í Högum, þó því sé gjarnan haldið fram í sumum fjölmiðlum að þeir séu stærstu hluthafarnir.„Æskilegast að eignarhaldið sé sem breiðast" Arion banki hyggst selja 20-30 prósenta hlut í Högum í gegnum Kauphöllina í desember næstkomandi. Árni Hauksson segir að hann og Hallbjörn ættli sér ekki að auka við hlut sinn. „Við erum sáttir við þann hlut sem við eigum og munum ekki kaupa meira. Við nýttum okkur kauprétt núna en það eru engin áform um að auka við hlutinn. Við viljum fá sem flesta þarna inn með okkur sem hluthafa, enda leggjum við áherslu á breitt eignarhald. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við förum að kaupa mikið meira. Hagar er það stórt fyrirtæki að það er æskilegast að eignarhaldið sé sem breiðast," segir Árni. Árni og Hallbjörn seldu flestar eignir sínar á Íslandi árið 2005 þegar þeir seldu Húsasmiðjuna. Þeir omu því vel út úr bankahruninu því þeir áttu engar íslenskar eignir í slensku viðskiptalífi. „Við höfum verið að skoða tækifæri á Íslandi frá þeim tíma og höfum skoðað hundruð ársreikninga," segir Árni. Hann segir að undanförnum hafi þeir félagarnir aðallega ávaxtað sitt með því að fjárfesta í skráðum hlutabréfum erlendis. Hagar högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3 prósent af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Árni Hauksson segir að stór kostur við fyrirtækið sé öflugur mannauður. „Landsliðið í smásöluverslun er þarna innandyra," segir hann. Stefnt er að frumskráningu 20-30 prósenta hlutar Arion banka í Högum í desember næstkomandi og býðst almenningi að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu í gegnum Kauphöllina að lágmarki fyrir 100 þúsund krónur á markaðsvirði á hvern einstakling, eða 10 þúsund krónur á nafnvirði á genginu 10 á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ekkert útilokar kennitölusöfnun við söluna á Högum Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld. 2. nóvember 2011 18:45 Hagar hagnast um rúmlega milljarð Hagar hf., sem reka Bónus og Hagkaup, högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3% af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 28. október 2011 16:46 Hagar fara á markað í desember Stjórn Haga hf. hefur óskað eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland. Stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni í desember næstkomandi, í kjölfar almenns hlutafjárútboðs. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með útboðinu og skráningu félagsins í Kauphöll. 1. nóvember 2011 22:38 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Beinn eignarhlutur viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar í smásölurisanum Högum er aðeins átta prósent þegar eignarhald á samlagshlutafélaginu Búvöllum hefur verið sundurgreint. Árni segir að þeir hafi engin áform um að auka við hlut sinn. Fyrr á þessu ári keypti samfélagshlutafélagið Búvellir 34 prósenta hlut í Högum af Arion banka og um daginn nýtti félagið sér kauprétt að öðrum 10 prósentum sem afhent verða síðar í þessum mánuði. Félagið mun því halda utan um 44 prósenta hlut í Högum. Yfirtökuskylda í skráðum félögum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti miðast við 33 prósenta hlut. Ekki myndast yfirtökuskylda í Högum þar sem félagið er ekki skráð og slík skylda myndast ekki ef hluturinn ef yfir mörkum við frumskráningu, aðeins ef hluturinn fer yfir mörkin eftir skráningu á markað.Yfirmaður hjá Barclay's bankanum í hópnum Búvellir er samlagshlutafélag, sem þýðir að hver og einn hluthafi í Búvöllum heldur á beinum eignarhlut í Högum. Eigendur Búvalla er félagið Hagamelur, sem er í eigu félagsins Vogabakka, sem á 50 prósent, en Vogabakki er í jafnri eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Aðrir hluthafar í Hagamel eru Tryggingamiðstöðin með fjórðungshlut og Sigurbjörn Þorkelsson, sem einnig er með fjórðungshlut, en hann er yfirmaður hjá Barclay's bankanum í Lundúnum. Sigurbjörn er góður vinur þeirra Hallbjörns og Árna, en allir þrír stunduðu á sama tíma nám í verkfræði og fóru síðan saman í framhaldsnám í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Sigurbjörn hefur síðastliðin tuttugu ár starfað erlendis í bankaheiminum, lengi í Bandaríkjunum. Aðrir stórir hluthafar í Búvöllum eru Gildi lífeyrissjóður og tveir sjóðir á vegum sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis. Auk þess eiga nokkrir minni lífeyrissjóðir og félög smærri hluti. Samsetning eignarhalds á Búvöllum gerir það að verkum að enginn einn hluthafi fer með stærri hlut en 8,5 prósent og sé eignarhaldið smættað niður, eða sundurgreint, eiga þeir Árni og Hallbjörn aðeins átta prósenta beinan hlut í Högum, þó því sé gjarnan haldið fram í sumum fjölmiðlum að þeir séu stærstu hluthafarnir.„Æskilegast að eignarhaldið sé sem breiðast" Arion banki hyggst selja 20-30 prósenta hlut í Högum í gegnum Kauphöllina í desember næstkomandi. Árni Hauksson segir að hann og Hallbjörn ættli sér ekki að auka við hlut sinn. „Við erum sáttir við þann hlut sem við eigum og munum ekki kaupa meira. Við nýttum okkur kauprétt núna en það eru engin áform um að auka við hlutinn. Við viljum fá sem flesta þarna inn með okkur sem hluthafa, enda leggjum við áherslu á breitt eignarhald. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér að við förum að kaupa mikið meira. Hagar er það stórt fyrirtæki að það er æskilegast að eignarhaldið sé sem breiðast," segir Árni. Árni og Hallbjörn seldu flestar eignir sínar á Íslandi árið 2005 þegar þeir seldu Húsasmiðjuna. Þeir omu því vel út úr bankahruninu því þeir áttu engar íslenskar eignir í slensku viðskiptalífi. „Við höfum verið að skoða tækifæri á Íslandi frá þeim tíma og höfum skoðað hundruð ársreikninga," segir Árni. Hann segir að undanförnum hafi þeir félagarnir aðallega ávaxtað sitt með því að fjárfesta í skráðum hlutabréfum erlendis. Hagar högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3 prósent af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Árni Hauksson segir að stór kostur við fyrirtækið sé öflugur mannauður. „Landsliðið í smásöluverslun er þarna innandyra," segir hann. Stefnt er að frumskráningu 20-30 prósenta hlutar Arion banka í Högum í desember næstkomandi og býðst almenningi að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu í gegnum Kauphöllina að lágmarki fyrir 100 þúsund krónur á markaðsvirði á hvern einstakling, eða 10 þúsund krónur á nafnvirði á genginu 10 á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ekkert útilokar kennitölusöfnun við söluna á Högum Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld. 2. nóvember 2011 18:45 Hagar hagnast um rúmlega milljarð Hagar hf., sem reka Bónus og Hagkaup, högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3% af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 28. október 2011 16:46 Hagar fara á markað í desember Stjórn Haga hf. hefur óskað eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland. Stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni í desember næstkomandi, í kjölfar almenns hlutafjárútboðs. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með útboðinu og skráningu félagsins í Kauphöll. 1. nóvember 2011 22:38 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Ekkert útilokar kennitölusöfnun við söluna á Högum Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld. 2. nóvember 2011 18:45
Hagar hagnast um rúmlega milljarð Hagar hf., sem reka Bónus og Hagkaup, högnuðust um rúmlega milljarð, eða sem nemur um 3% af veltu, frá 1. mars til 31. ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 28. október 2011 16:46
Hagar fara á markað í desember Stjórn Haga hf. hefur óskað eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland. Stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni í desember næstkomandi, í kjölfar almenns hlutafjárútboðs. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með útboðinu og skráningu félagsins í Kauphöll. 1. nóvember 2011 22:38