Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri Markaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Björn Davíðsson,
Tryggvi Björn Davíðsson,
Tryggvi Björn Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaða og hefur hann störf í dag. Það er mikill fengur að fá Tryggva til liðs við Íslandsbanka þar sem hann hefur mikla starfsreynslu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.  Undanfarin sjö ár hefur Tryggvi unnið hjá Barclays Capital í Lundúnum og meðal annars unnið að frumgreiningu fjárfestingatækifæra.   Þá hefur hann síðastliðin 2 ár byggt upp deild innan bankans sem annast skuldabréfafjárfestingar í Evrópu og verið yfirmaður innan hennar. 

Áður en Tryggvi til útlanda starfaði hann hjá Íslandsbanka-FBA sem greinandi í erlendum skuldabréfafjárfestingum og sambankalánum.  Tryggvi var einnig um tíma viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París þar sem hann vann m.a. að greiningu á viðskiptatækifærum fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki á frönskum markaði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×