Viðskipti innlent

Aðalmiðlarasamningi við Sögu sagt upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Saga fjárfestingabanki hefur tilkynnt Lánamálum ríkisins að það geti ekki staðið við samning sem gerður var við fyrirtækið í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Saga fjárfestingabanki var eitt fimm fjármálafyrirtækja sem slikur samningur var gerður við.  Lánamál ríkisins hafa því með vísan til 11. gr. samningsins ákveðið að segja honum upp án fyrirvara. Fellur því samningurinn við Saga Fjárfestingarbanka hf. úr gildi frá og með 1. september 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×