Viðskipti innlent

Perlan verður auglýst til sölu

reykjavík Til stendur að setja Perluna í Öskjuhlíð á sölu á næstu mánuðum. Orkuveita Reykjavíkur (OR), sem er eigandi Perlunnar, þarf að afla sér fimmtíu milljarða króna á næstu fimm árum og yrði sala Perlunnar liður í þeirri aðgerð. RÚV greinir frá þessu og segir að vel hafi gengið að selja eignir OR.

Fleiri eignir verða seldar, svo sem jörðin Hvammsvík í Hvalfirði og minjasafnið í Elliðaárdal.

Í Perlunni hefur verið rekinn veitingastaður og Sögusafn. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×