Óttast að gjaldeyrisútboð lendi í sjálfheldu 12. ágúst 2011 12:24 Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar óttast að gjaldeyrisútboð seðlabankans lendi í sjálfheldu og segir að höft á fjármagnsflutninga séu farin að hafa alvarleg hliðaráhrif á hagkerfið. Hann segir að hægt væri að afnema höftin á sex til níu mánuðum. Fyrsta gjaldeyrisútboð seðlabankans var auglýst 23. maí, en útboðin fara fram í tveimur skrefum. Fyrst kaupir bankinn aflandskrónur í skiptum fyrir evrur, og svo býður hann innlendum eigendum gjaldeyris að bjóða í krónurnar, sem greiddar eru út í ríkisskuldabréfum bundnum til fimm ára. Þannig vill bankinn tappa af óþolinmóðum fjármagnseigendum sem vilja úr landi með fjárfestingar sínar, og skipta óstöðugum krónueignum út fyrir stöðugar. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, gagnrýndi þessa aðferðafræði áður en útboðin hófust, og telur að það gefi ekki raunsanna mynd af stöðu krónunnar að bjóða eingöngu út bundin ríkisskuldabréf í seinni legg útboðanna. „Með öðrum orðum er ekki verið að bjóða innlendum aðilum venjulegar krónur, heldur mjög sérstaka fjármálaafurð," segir Páll. „Það er mjög líklegt að tiltölulega fáir hafi áhuga á að eignast slíka fjármálagjörninga, jafnvel ekki þeir sem almennt hafa trú á íslenska efnahagslífinu og vildu fjárfesta hér á Íslandi. Ég er hræddur um að ferlið gæti lent í ákveðinni sjálfheldu vegna þessa." Páll segir þó að þátttaka í fyrstu útboðunum bendi til að þrýstingur á krónuna sé óverulegur, þó útboðin gefi takmarkaðar upplýsingar. Bendir það til þess að hægt sé að fara hraðar við afnám haftanna? „Að mínu viti bendir sú takmarkaða þátttakaka sem er í þessum útboðum til þess að hægt væri að ganga mun hraðar til verks. Hér er einungis verið að losa um 13 til 15 milljarða í hvert skipti, og heildarþátttakan er ekki nema 60 til 70 milljarðar. Ég held að það væri hægur vandi að ganga mun rösklegar til verks," segir Páll. Hann segir þannig að hraðinn á afnámi haftanna sé allt of lítill, og að það hafi alvarleg áhrif að skapa væntingar um að höftin verði áfram við lýði, ekki síst á hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja. „Höftin veita bönkunum skjól til að ganga mun hægar til verks en ella. Við erum nú, þremur árum eftir bankahrun, enn með stóran hluta íslensks viðskiptalífs í gjörgæslu bankanna. Ef það væru væntingar um skjótt afnám hafta væri ekkert annað í boði en að ganga mjög rösklega til verks, einfaldlega því bankarnir yrðu að fá sína efnahgsreikninga á hreint." Páll vill skipta um stefnu og nota takmarkaðan hluta gjaldeyrisforðans til að kaupa óþolinmóða krónueigendur út að viðbættu álagi í tímasettum útboðum. „Með þessu væri hægt að losa höftin á skömmum tíma; sex til níu mánuðum að mínu mati," segir Páll að lokum.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira