Buffett varar við Facebook bólu 29. mars 2011 10:13 Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Buffett. Buffett segir að flestar þessara vefsíðna séu metnar alltof hátt og þar að auki sé mjög erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra. „Einhverjir vinna og einhverjir tapa á þessum markaði,“ segir Buffett. Verðmætasta samskiptasíðan í dag er Facebook en hún er talin hátt í 6.000 milljarða kr. virði. Næst þar á eftir kemur tilboðasíðan Groupon sem stefnir að markaðsskráningu en verðmatið á Groupon er í kringum 2.800 milljarðar kr. Buffett, sem orðinn er 88 ára gamall, hefur viðurnefnið Véfréttin frá Omaha enda þykir hann með eindæmum naskur á viðskiptatækifæri. Þeir sem leggja honum til fé í fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway hafa nær aldrei ástæðu til að sjá eftir slíkri fjárfestingu. Buffett er þekktur fyrir að fjárfesta aldrei í flugfélögum og hann hefur þar að auki ætíð forðast að fjárfesta í netfyrirtækjum og nýrri tækni. Í staðinn einbeitir hann sér að iðnaðarfyrirtækjum, skuldabréfum og hrávörum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ofurfjárfestirinn Warren Buffett varar við því að samskiptasíður á borð við Facebook séu verðmetnar alltof hátt og að viðskipti með hluti í þeim gæti orðið næsta bóla á markaðinum. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttaveitunnar við Buffett. Buffett segir að flestar þessara vefsíðna séu metnar alltof hátt og þar að auki sé mjög erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra. „Einhverjir vinna og einhverjir tapa á þessum markaði,“ segir Buffett. Verðmætasta samskiptasíðan í dag er Facebook en hún er talin hátt í 6.000 milljarða kr. virði. Næst þar á eftir kemur tilboðasíðan Groupon sem stefnir að markaðsskráningu en verðmatið á Groupon er í kringum 2.800 milljarðar kr. Buffett, sem orðinn er 88 ára gamall, hefur viðurnefnið Véfréttin frá Omaha enda þykir hann með eindæmum naskur á viðskiptatækifæri. Þeir sem leggja honum til fé í fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway hafa nær aldrei ástæðu til að sjá eftir slíkri fjárfestingu. Buffett er þekktur fyrir að fjárfesta aldrei í flugfélögum og hann hefur þar að auki ætíð forðast að fjárfesta í netfyrirtækjum og nýrri tækni. Í staðinn einbeitir hann sér að iðnaðarfyrirtækjum, skuldabréfum og hrávörum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira