Risalán til félags í eigu stjórnenda ástæða húsleitar í Lúxemborg Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2011 19:00 Húsleitir sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar í Lúxemborg í dag tengjast 28 milljarða króna láni sem Kaupþingi lánaði félagi á Tortóla-eyju sama dag og bankinn fékk áttatíu milljarða króna lán hjá Seðlabanka Íslands sem átti að bjarga rekstri Kaupþings. Lögreglan í Lúxemborg framkvæmdi fimm aðgreindar húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, og sérstaks saksóknara á Íslandi í tengslum við rannsókn á starfsemi Kaupþings banka. Leitað var í Banque Havilland bankanum, sem var áður Kaupþing í Lúxemborg, og samkvæmt heimildum fréttastofu var m.a leitað á heimili Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Þrjár húsleitir voru á vegum SFO og tvær á vegum sérstaks saksóknara. Leitað var á fjórum stöðum en bæði embættin réðust í húsleitir í Banque Havilland bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast húsleitirnar í dag láni upp á 171 milljón evra, jafnvirði 27,5 milljarða króna, sem Kaupþing banki veitti huldufélaginu Lindsor sem skráð er á Tortóla á Jómfrúreyjum en eigandi þess er félagið Otris sem var stýrt af stjórnendum Kaupþings. Lánið var veitt 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett en þennan dag fékk Kaupþing á Íslandi 500 milljónir evra lán, jafnvirði 80 milljarða króna, hjá Seðlabankanum gegn veði í danska bankanum FIH. Peningarnir sem fengust að láni hjá Seðlabankanum áttu að fara í að bjarga rekstri Kaupþings. Lánið til Lindsor, sem aldrei var borið undir lánanefnd Kaupþings, var hins vegar notað til þess að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, sem var einn stærsti viðskiptavinur bankans. Grunur leikur á að lánið til Lindsor falli undir umboðssvik í almennum hegningarlögum, en það getur varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira
Húsleitir sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar í Lúxemborg í dag tengjast 28 milljarða króna láni sem Kaupþingi lánaði félagi á Tortóla-eyju sama dag og bankinn fékk áttatíu milljarða króna lán hjá Seðlabanka Íslands sem átti að bjarga rekstri Kaupþings. Lögreglan í Lúxemborg framkvæmdi fimm aðgreindar húsleitir í dag að beiðni Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, og sérstaks saksóknara á Íslandi í tengslum við rannsókn á starfsemi Kaupþings banka. Leitað var í Banque Havilland bankanum, sem var áður Kaupþing í Lúxemborg, og samkvæmt heimildum fréttastofu var m.a leitað á heimili Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Þrjár húsleitir voru á vegum SFO og tvær á vegum sérstaks saksóknara. Leitað var á fjórum stöðum en bæði embættin réðust í húsleitir í Banque Havilland bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast húsleitirnar í dag láni upp á 171 milljón evra, jafnvirði 27,5 milljarða króna, sem Kaupþing banki veitti huldufélaginu Lindsor sem skráð er á Tortóla á Jómfrúreyjum en eigandi þess er félagið Otris sem var stýrt af stjórnendum Kaupþings. Lánið var veitt 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett en þennan dag fékk Kaupþing á Íslandi 500 milljónir evra lán, jafnvirði 80 milljarða króna, hjá Seðlabankanum gegn veði í danska bankanum FIH. Peningarnir sem fengust að láni hjá Seðlabankanum áttu að fara í að bjarga rekstri Kaupþings. Lánið til Lindsor, sem aldrei var borið undir lánanefnd Kaupþings, var hins vegar notað til þess að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, sem var einn stærsti viðskiptavinur bankans. Grunur leikur á að lánið til Lindsor falli undir umboðssvik í almennum hegningarlögum, en það getur varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira