Viðskipti innlent

Vill að Íslendingar noti kanadískan dollar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson mælir með því að Íslendingar skoði kanadískan dollar.
Heiðar Már Guðjónsson mælir með því að Íslendingar skoði kanadískan dollar.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir færir rök fyrir því í Fréttablaðinu í dag að Ísland geti tekið upp kandadadollar. Hann bendir á að margt sé líkt með Íslandi og Kanada. Báðar þjóðirnar séu ungar og eigi framtíðina fyrir sér. Þá bendir hann á að Kanada skuldi lítið, hafi traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka.

„Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt," segir Heiðar Már.

Heiðar Már segir þá staðreynd að helstu viðskiptalönd Íslendinga séu í Evrópu séu í raun ekki rök fyrir því að taka upp evru. Sannleikurinn sé að hrávörur heimsins séu opinberlega verðlagðar í dollar.




Tengdar fréttir

Hvað framleiðir Ísland?

Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×