Viðskipti innlent

Töluverð fækkun leigusamninga á landinu

Heildarfjöldi þinglýstri leigusamninga um íbúðarhúsnæði á landinu fækkaði töluvert milli ára í júní síðast liðnum. Nemur fækkunin 12,5%.  Á milli maí og júní í ár fækkaði leigusamningunum um 4,5%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að í heildina hafi fjöldi leigusamninga verið 726 í júní.

Mesta fækkun samninga á milli ára er á höfuðborgarsvæðinu eða 14,5%. Þeir voru 578 í júní í fyrra en 494 í júní í ár. Að vísu mælist 33,3% fækkun á Vestfjörðum en aðeins 2 samningar eru að baki þeirra prósentutölu.

Samningum fjölgaði um 15,4% á Austurlandi, voru 13 í júní í fyrra en 15 í júní í ár. Á Suðurlandi varð einnig fjölgun eða 11% en þar voru samningarnir 36 í júní í fyrra á móti 40 í júní í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×