Handbolti

Ungverjar unnu æfingamótið í Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ungverjar fagna marki í landsleik.
Ungverjar fagna marki í landsleik. Nordic Photos / AFP
Ungverjaland virðist vera í fínum málum fyrir HM í Svíþjóð sem hefst nú á fimmtudaginn en liðið vann í dag sigur á sterku fjögurra landa móti í Póllandi.

Ísland mætir Ungverjalandi í fyrsta leik B-riðils á föstudaginn kemur en Íslendingar unnu um helgina tvo sigra á Þýskalandi.

Það má þó búast við erfiðum leik á föstudaginn en í dag gerði Ungverjaland jafntefli við gríðarsterkt lið Pólverja, 31-31. Jafntefli dugði til að vinna mótið en liðið hafði fyrir unnið lið Slóvakíu og Tékklands á mótinu.

Í hinum leik dagsins á mótinu vann Slóvakía sigur á Tékklandi, 30-28.

Austurríki er einnig með Íslandi í riðli á HM en liðið tapaði stórt fyrir Serbum í dag, 39-27.

Brasilía er í sama riðli og tapaði fyrir Túnis á æfingamóti í Danmörku, 35-30.

Norðmenn eru einnig í B-riðli á HM og unnu góðan sigur á Sviss, 36-28, í æfingaleik sem fór fram í Sviss.



Úrslit í æfingaleikjum dagsins:


Spánn - Svartfjallaland 33-20

Slóvenía - Rúmenía 28-20

Sviss - Noregur 28-36

Serbía - Austurríki 39-27

Æfingamót í Frakklandi:

Króatía - Suður-Kórea 27-24

Frakkland - Argentína 30-27

Æfingamót í Danmörku:

Brasilía - Túnis 30-35

Danmörk - Svíþjóð 29-29






Fleiri fréttir

Sjá meira


×