Gylfi Zoëga: Seðlabankanum mistókst að viðhalda stöðugleika Hafsteinn Hauksson skrifar 3. janúar 2011 12:25 Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans segir að bankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann bætist í hóp þeirra sem kalla eftir umfangsmiklum breytingum á peningamálastefnu landsins. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar grein í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál undir fyrirsögninni Hugleiðingar um peningamálastefnu. Í greininni fullyrðir Gylfi að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann segir að bankinn hafi hækkað vexti til að slá á eftirspurn í góðærinu, en þá hafi bæði heimili og fyrirtæki notfært sér vaxtamuninn sem skapaðist milli Íslands og helstu viðskiptalanda til þess að hagnast án þess að taka nægilegt tillit til væntanlegrar gengislækkunar krónunnar. Afleiðingar þess hafi verið að vextir Seðlabankans hafi ekki haft tilætluð áhrif til að slá á þenslu í hagkerfinu og bankarnir hafi blásið út. Gylfi leggur til víðtækar breytingar til að bregðast við vandanum í framtíðinni, en Seðlabankinn hefur sjálfur kallað eftir fleiri stjórntækjum en aðeins stýrivöxtum. Meðal þess sem Gylfi leggur til er að húsnæðislánakerfið verði endurskipulagt þannig að vextir Seðlabankans hafi bein áhrif á vexti húsnæðislána. Þá vill hann koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki með tekjur í krónum geti tekið gengistengd lán, og þannig vikið sér undan vaxtastigi Seðlabankans. Hann kallar eftir breytingum á skattkerfinu svo það umbuni þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem greiða niður skuldir, en skattleggi þá sem auka skuldir. Einnig vill hann setja vexti bankakerfisins hömlur með breytingum á reglum um eiginfjárhlutfall, aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka og banna fjármálastofnunum að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum. Grein Gylfa má finna í heild sinni hér. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans segir að bankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann bætist í hóp þeirra sem kalla eftir umfangsmiklum breytingum á peningamálastefnu landsins. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar grein í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál undir fyrirsögninni Hugleiðingar um peningamálastefnu. Í greininni fullyrðir Gylfi að Seðlabankanum hafi mistekist að viðhalda stöðugleika fjármálakerfisins. Hann segir að bankinn hafi hækkað vexti til að slá á eftirspurn í góðærinu, en þá hafi bæði heimili og fyrirtæki notfært sér vaxtamuninn sem skapaðist milli Íslands og helstu viðskiptalanda til þess að hagnast án þess að taka nægilegt tillit til væntanlegrar gengislækkunar krónunnar. Afleiðingar þess hafi verið að vextir Seðlabankans hafi ekki haft tilætluð áhrif til að slá á þenslu í hagkerfinu og bankarnir hafi blásið út. Gylfi leggur til víðtækar breytingar til að bregðast við vandanum í framtíðinni, en Seðlabankinn hefur sjálfur kallað eftir fleiri stjórntækjum en aðeins stýrivöxtum. Meðal þess sem Gylfi leggur til er að húsnæðislánakerfið verði endurskipulagt þannig að vextir Seðlabankans hafi bein áhrif á vexti húsnæðislána. Þá vill hann koma í veg fyrir að heimili og fyrirtæki með tekjur í krónum geti tekið gengistengd lán, og þannig vikið sér undan vaxtastigi Seðlabankans. Hann kallar eftir breytingum á skattkerfinu svo það umbuni þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem greiða niður skuldir, en skattleggi þá sem auka skuldir. Einnig vill hann setja vexti bankakerfisins hömlur með breytingum á reglum um eiginfjárhlutfall, aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka og banna fjármálastofnunum að taka stöðu gegn viðskiptavinum sínum. Grein Gylfa má finna í heild sinni hér.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur