Bankar seldir til að brúa fjárlagagatið Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2011 19:15 Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ríkissjóður ætlar að selja hluti sína í Íslandsbanka og Arion banka til að brúa fjárlagagatið og þá er stefnt að því að lítill hluti í Landsbankanum verði seldur. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í morgun að þessi fjárhæð yrði á bilinu 40-50 milljarðar króna. Unnið er að gerð fjárlaga næsta árs í fjármálaráðuneytinu um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að meðal þess sem verið sé að skoða sé sala á ríkiseignum til að brúa fjárlagagatið. Meðal þess sem skoðað er í fullri alvöru er sala á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. „Komi til þess að þeir bankar verði seldir, eða hlutar af þeim, þá liggur í hlutarins eðli að ríkið væri tilbúið að láta sína hluti fara. Það standa ekki mikil rök fyrir því að ríkið eigi þarna óverulegan minnihluta án ítaka í rekstri bankanna. Varðandi Landsbankann þá á ríkið þar 81 prósent núna, en gæti eignast meira þegar uppgjör milli gamla og nýja bankans fer fram. Þegar greiðist inn á það, þá færist meiri eign til ríkisins og það má spyrja; er það markmið í sjálfu sér að ríkið eigi meira í Landsbankanum en það á í dag? Dygðu ekki 75 prósent eða eitthvað slíkt? Hins vegar verður þetta allt gert í yfirveguðum skrefum með viðurkenndum aðferðum," segir Steingrímur. Fjármálaráðherra segir að þetta verði alltaf minnihluti og ekki standi til að selja kjölfestuhlut úr Landsbankanum. Bankasýsla ríkisins hefur ekki birt opinberlega mat sitt á verðmæti hlutafjár bönkunum. Tillaga þarf að koma frá Bankasýslu ríkisins, fjármálaráðherra þarf að samþykkja söluna og auk þess þarf heimild frá Alþingi. Sé miðað við bókfært virði eigin fjár bankanna samkvæmt ársreikningum þeirra sjálfra lítur dæmið svona út: Hlutur ríkisins í Landsbanka er metinn á 150 milljarða króna. Ef seldur yrði 10 prósenta hlutur í bankanum myndi það skila ríkissjóði 18,4 milljörðum króna miðað við þessar tölur. Miðað við bókfært virði er 13 prósenta hlutur ríkisins í Arion banka 13,7 milljarða króna virði. Og 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka er metinn á 6 milljarða króna. Með sölu á þessum hlutum fengust samtals rúmlega 38 milljarðar króna og ríkið héldi samt 71 prósents hlut í Landsbanka. Talið er ólíklegt að þetta verði gert allt í einu og alveg á næstunni. Er fremur horft til þess að þetta verði gert í skrefum og að ríkið fái söluhagnað og til baka þá fjármuni sem það hefur lagt bönkunum til. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira