Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum HJH skrifar 23. september 2011 19:15 Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hefur verið beðinn um að taka á móti hópi Kínverja í því skyni að fræða þá um íslenskan fasteignamarkað og þær reglur sem á honum gilda. „Og eins að ræða þá við fasteignarsölu um svona ýmis kauptækifæri og annað á fasteignum á landinu. Þeir óskuðu einnig eftir því að það kæmi boð frá Félagi fasteignasala um að þeir kæmu til landsins en ég hafnaði því en sagði að sjálfsögðu að þeir væru velkomnir að koma og ég myndi taka á móti hópnum og fræða þá um fasteignaviðskipti." Kínverjarnir eru 10 talsins og tengjast stjórnvöldum þar ytra. „Það var kominn ákveðinn listi yfir þá sem væru að koma og þetta voru ýmsir sem tengdust ráðuneytum og öðru þarna í Kína." Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirspurn af þessu tagi komi frá útlendum yfirvöldum. Hann segist ekki vita hvað hópurinn hefur í hyggju né hvort um fjárfesta ræðir. „Hefurðu áhyggjur af þessu? Það er kannski erfitt að segja áhyggjur eða ekki?" „Svona viðskiptahættir hafa oft átt sér stað, en þá er fólk bara að kaupa smærri eignir og þannig hefur yfirleitt verið veitt samþykki. En þarna erum við að tala um eitthvað allt allt annað en nokkru sinni áður hefur þekkst. Þetta er svo gríðarlegt landflæmi að það er náttúrulega stór vandi þarna á ferð og það verður bara að taka ákvörðun um það." Grétar hefur gert utanríkisráðuneytinu og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra viðvart. Að sögn Ögmundar verður ekki tekið á þessu máli nema að Kínverjarnir ráðist í einhver kaup. „Og þá verða þeir að sækja undanþágu til okkar, og það er þá fyrst sem málið kemur til formlegrar afgreiðslu að okkar hálfu. Það breytir því ekki að þetta eru umhugsunarverðar upplýsingar" Ögmundur segir aukinn áhuga Kínverja á fjárfestingum hér á landi ekki valda sér áhyggjum. „Það vekur vissulega upp ýmsar spurningar og áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hefur verið beðinn um að taka á móti hópi Kínverja í því skyni að fræða þá um íslenskan fasteignamarkað og þær reglur sem á honum gilda. „Og eins að ræða þá við fasteignarsölu um svona ýmis kauptækifæri og annað á fasteignum á landinu. Þeir óskuðu einnig eftir því að það kæmi boð frá Félagi fasteignasala um að þeir kæmu til landsins en ég hafnaði því en sagði að sjálfsögðu að þeir væru velkomnir að koma og ég myndi taka á móti hópnum og fræða þá um fasteignaviðskipti." Kínverjarnir eru 10 talsins og tengjast stjórnvöldum þar ytra. „Það var kominn ákveðinn listi yfir þá sem væru að koma og þetta voru ýmsir sem tengdust ráðuneytum og öðru þarna í Kína." Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirspurn af þessu tagi komi frá útlendum yfirvöldum. Hann segist ekki vita hvað hópurinn hefur í hyggju né hvort um fjárfesta ræðir. „Hefurðu áhyggjur af þessu? Það er kannski erfitt að segja áhyggjur eða ekki?" „Svona viðskiptahættir hafa oft átt sér stað, en þá er fólk bara að kaupa smærri eignir og þannig hefur yfirleitt verið veitt samþykki. En þarna erum við að tala um eitthvað allt allt annað en nokkru sinni áður hefur þekkst. Þetta er svo gríðarlegt landflæmi að það er náttúrulega stór vandi þarna á ferð og það verður bara að taka ákvörðun um það." Grétar hefur gert utanríkisráðuneytinu og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra viðvart. Að sögn Ögmundar verður ekki tekið á þessu máli nema að Kínverjarnir ráðist í einhver kaup. „Og þá verða þeir að sækja undanþágu til okkar, og það er þá fyrst sem málið kemur til formlegrar afgreiðslu að okkar hálfu. Það breytir því ekki að þetta eru umhugsunarverðar upplýsingar" Ögmundur segir aukinn áhuga Kínverja á fjárfestingum hér á landi ekki valda sér áhyggjum. „Það vekur vissulega upp ýmsar spurningar og áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira