Algjört hrun hjá strákunum í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2011 14:11 Dominik Klein fagnar í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram. Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram.
Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira