Handbolti

Norðmenn töpuðu fyrir Svíum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Staffan Olsson er annar landsliðsþjálfara Svía.
Staffan Olsson er annar landsliðsþjálfara Svía. Nordic Photos / AFP

Noregur tapaði í gær fyrir Svíþjóð í æfignalandsleik í handbolta. Noregur er með Íslandi í riðli á HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku.

Svíar komust þar með aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað fyrir Þjóðjverjum fyrr í vikunni.

Þeir sænsku höfðu örugga forystu allan leikinn og unnu með sjö marka mun, 37-30. Svíar höfðu einnig sjö marka forystu eftir fyrri hálfleik, 19-12.

Svíar verða á heimavelli á HM og eru í D-riðli mótsins ásamt Póllandi, Slóvakíu, Suður-Kóreu, Chile og Argentínu.

Ísland er í B-riðli með Noregi, Ungverjalandi, Austurríki, Japan og Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×