Stór hluti Landsbanka seldur 11. ágúst 2011 05:00 Ríkisstjórnin íhugar að selja um 18,7% hlut í Landsbanka Íslands. Hlutur þessi er sem stendur í vörslu skilanefndar gamla bankans og ætti að mestu leyti að renna til ríkisins, þegar væntanlegt uppgjör verður milli gömlu og nýju bankanna, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með þeirri eignaraukningu yrði Landsbankinn nær eingöngu í ríkiseigu. „En þarna er á ferðinni umtalsverður eignarhlutur sem engin skuld stendur á móti, þannig að þar yrði um hreinan söluhagnað að ræða ef ríkið kysi að auka ekki hlut sinn í bankanum,“ segir Steingrímur, sem hefur reifað hugmyndir um að ríkið láti sér nægja 75% hlut í bankanum. Fram hefur komið að hugsanlega verði 13% hlutur ríkisins í Arion banka seldur, sem og 5% hlutur í Íslandsbanka. Þá er horft til þess að endurselja ýmsar fasteignir sem lent hafa í kjöltu ríkisins. Ekki stendur til að selja hluti ríkisins í sparisjóðum að svo stöddu. Næsta skref, segir Steingrímur, er að móta pólitíska stefnu um þessa hluti „með vönduðum og viðurkenndum hætti“ og lítur hann þá sérstaklega til reynslu Norðmanna af ríkisbankarekstri. Hann ítrekar að málið sé á undirbúningsstigi, best sé að anda rólega. Um hvort tryggja skuli dreifða eignaraðild, segir Steingrímur: „Í tilviki litlu bankanna erum við með svo hverfandi lítinn eignarhluta að það hvernig honum yrði ráðstafað hefur ekki mikið vægi í sambandi við eignarhaldið þar. Ef þeir bankar seldust, sem skilanefndirnar í sjálfu sér stefna að, þá væntanlega myndi hlutur ríkisins vera seldur þar með. Auðvitað er ekki útilokað að hann yrði seldur sjálfstætt, en það yrði alltaf í samráði við meirihlutaeigendur.“ Um Landsbankann segir hann hins vegar: „Ég teldi auðvitað mjög gott að þegar að slíku kæmi yrði viðkomandi fyrirtæki skráð og það yrði verðmyndun á markaði og sú eign gæti þá mjög gjarnan orðið að einhverju leyti dreifð, en við erum bara ekki komin á þann stað að útlista nákvæmlega hvernig það yrði hugsað. Menn geta treyst einu: það verða ekki vinnubrögðin frá 2002 sem verða viðhöfð.“- kóþ Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ríkisstjórnin íhugar að selja um 18,7% hlut í Landsbanka Íslands. Hlutur þessi er sem stendur í vörslu skilanefndar gamla bankans og ætti að mestu leyti að renna til ríkisins, þegar væntanlegt uppgjör verður milli gömlu og nýju bankanna, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Með þeirri eignaraukningu yrði Landsbankinn nær eingöngu í ríkiseigu. „En þarna er á ferðinni umtalsverður eignarhlutur sem engin skuld stendur á móti, þannig að þar yrði um hreinan söluhagnað að ræða ef ríkið kysi að auka ekki hlut sinn í bankanum,“ segir Steingrímur, sem hefur reifað hugmyndir um að ríkið láti sér nægja 75% hlut í bankanum. Fram hefur komið að hugsanlega verði 13% hlutur ríkisins í Arion banka seldur, sem og 5% hlutur í Íslandsbanka. Þá er horft til þess að endurselja ýmsar fasteignir sem lent hafa í kjöltu ríkisins. Ekki stendur til að selja hluti ríkisins í sparisjóðum að svo stöddu. Næsta skref, segir Steingrímur, er að móta pólitíska stefnu um þessa hluti „með vönduðum og viðurkenndum hætti“ og lítur hann þá sérstaklega til reynslu Norðmanna af ríkisbankarekstri. Hann ítrekar að málið sé á undirbúningsstigi, best sé að anda rólega. Um hvort tryggja skuli dreifða eignaraðild, segir Steingrímur: „Í tilviki litlu bankanna erum við með svo hverfandi lítinn eignarhluta að það hvernig honum yrði ráðstafað hefur ekki mikið vægi í sambandi við eignarhaldið þar. Ef þeir bankar seldust, sem skilanefndirnar í sjálfu sér stefna að, þá væntanlega myndi hlutur ríkisins vera seldur þar með. Auðvitað er ekki útilokað að hann yrði seldur sjálfstætt, en það yrði alltaf í samráði við meirihlutaeigendur.“ Um Landsbankann segir hann hins vegar: „Ég teldi auðvitað mjög gott að þegar að slíku kæmi yrði viðkomandi fyrirtæki skráð og það yrði verðmyndun á markaði og sú eign gæti þá mjög gjarnan orðið að einhverju leyti dreifð, en við erum bara ekki komin á þann stað að útlista nákvæmlega hvernig það yrði hugsað. Menn geta treyst einu: það verða ekki vinnubrögðin frá 2002 sem verða viðhöfð.“- kóþ
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira