Viðskipti innlent

Icelandair flutti kvartmilljón farþega í júlí

Icelandair flutti 254 þúsund farþega í júlí sem er metfjöldi farþega í einum mánuði frá upphafi.  Heildarfjöldi farþega jókst um 18% á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu um flutningstölur félagsins fyrir júlí. Þar segir að sætanýtingin í mánuðinum nam 85,4% og lækkaði um 0,8 prósentustig á milli ára.

Farþegum fækkaði hjá Flugfélagi Íslands um 4%.  Sætanýtingin nam 73,5% og batnaði um 4,6 prósentustig. Fækkun farþega er vegna þess að ekki er lengur flogið til Vestmannaeyja.

Seldum blokktímum fækkaði um 11% á milli ára vegna viðhaldsskoðana hjá Icelandair Cargo.  Frakt jókst um 13% í mánuðinum frá fyrra ári, einkum vegna aukningar í útflutningi. 

Fjöldi hótelherbergja í boði jókst um 7% og herbergjanýting var 85,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×