Viðskipti innlent

Arion verður helsti bakhjarl Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Við undirritun samningsins í dag. Mynd/ Eyþór Árnason.
Við undirritun samningsins í dag. Mynd/ Eyþór Árnason.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og Arion banki undirrituðu samning í dag þess efnis að Arion banki verði einn helsti bakhjarl þeirra viðburða sem Harpa mun standa fyrir.

Í fréttatilkynningu frá Hörpu kemur fram að markmið samningsins sé að styrkja menningar- og tónlistarstarf á Íslandi og kynna Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús fyrir almenningi og þá listviðburði sem Harpa skipuleggur.

Það voru Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu og Höskuldur H.Ólafsson, bankastjóri Arion banka sem undirrituðu samninginn í Hörpu í dag í Grænalóni á annarri hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×