Fiskvinnslan aftur til sölu á Flateyri 11. ágúst 2011 05:00 Nú er Byggðastofnun komin með nær alla fiskvinnsluaðstöðuna á Flateyri í sínar hendur þannig að ef áhugasamur kaupandi fæst mun útgerð geta glæðst á ný á staðnum. fréttablaðið/anton Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að nú ætti sala eignanna að verða einfaldari. „En framtíð fiskvinnslu á Flateyri ræðst hins vegar, hér eftir sem hingað til, af þeim áhuga sem kaupendur hafa til að nýta aðstæðurnar á staðnum," segir hann. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ályktaði um málið og gagnrýndi mjög veðhafana, Landsbankann og Byggðastofnun, sem og skiptastjóra fyrir að draga lappirnar í málinu sem tekið hefur um átta mánuði og á meðan er afar takmörkuð vinnsla í þeirri aðstöðu sem Eyraroddi skilur eftir sig. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að fólksflótti blasi við ef ekki verði hægt að ýta fiskvinnslu úr vör sem allra fyrst á Flateyri. Nú þegar eru um 40 manns atvinnulausir á staðnum. Íbúar eru 237 eða 71 færri en fyrir fimm árum. „Það er sorglegt, þegar ég lít til baka og minnist fundanna sem ég átti með fiskvinnslufólki á Flateyri fyrir nokkrum árum. Það voru um hundrað manns á þessum fundum. Nýverið héldum við svona fund á Flateyri; það voru þrettán manns á fundinum, þetta segir allt sem segja þarf um ástandið." Landsbankinn svaraði ályktun verkalýðsfélagsins og sagði hana byggða á vanþekkingu, bankinn hefði reynt eftir fremsta megni að leysa málið enda sé það ekki veðhöfum í hag að draga söluna á langinn. „Gott og vel," segir Finnbogi á móti, „það kann að vera að við séum sekir um vanþekkingu en þeir sem geta ekki leyst úr þessu, um hvað eru þeir sekir: getuleysi?" Aðalsteinn Þorsteinsson vill ekki blanda sér í þessi orðaskipti en ítrekar að töfina sé ekki að rekja til deilna Byggðastofnunar og Landsbankans og reyndar hafi slíkar deilur aldrei átt sér stað. Hins vegar hafi tilboð Toppfisks í eigurnar verið háð skilyrðum og það hafi flækt málið. Toppfiskur dró síðan tilboð sitt til baka í síðasta mánuði.jse@frettabladid.is Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Byggðastofnun er þessa dagana að taka við þeim eignum sem henni eru veðsettar úr höndum skiptastjóra þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Það er meginþorri eignanna og nægir til að hefja fiskvinnslu á Flateyri eins og hún var áður. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að nú ætti sala eignanna að verða einfaldari. „En framtíð fiskvinnslu á Flateyri ræðst hins vegar, hér eftir sem hingað til, af þeim áhuga sem kaupendur hafa til að nýta aðstæðurnar á staðnum," segir hann. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ályktaði um málið og gagnrýndi mjög veðhafana, Landsbankann og Byggðastofnun, sem og skiptastjóra fyrir að draga lappirnar í málinu sem tekið hefur um átta mánuði og á meðan er afar takmörkuð vinnsla í þeirri aðstöðu sem Eyraroddi skilur eftir sig. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins, segir að fólksflótti blasi við ef ekki verði hægt að ýta fiskvinnslu úr vör sem allra fyrst á Flateyri. Nú þegar eru um 40 manns atvinnulausir á staðnum. Íbúar eru 237 eða 71 færri en fyrir fimm árum. „Það er sorglegt, þegar ég lít til baka og minnist fundanna sem ég átti með fiskvinnslufólki á Flateyri fyrir nokkrum árum. Það voru um hundrað manns á þessum fundum. Nýverið héldum við svona fund á Flateyri; það voru þrettán manns á fundinum, þetta segir allt sem segja þarf um ástandið." Landsbankinn svaraði ályktun verkalýðsfélagsins og sagði hana byggða á vanþekkingu, bankinn hefði reynt eftir fremsta megni að leysa málið enda sé það ekki veðhöfum í hag að draga söluna á langinn. „Gott og vel," segir Finnbogi á móti, „það kann að vera að við séum sekir um vanþekkingu en þeir sem geta ekki leyst úr þessu, um hvað eru þeir sekir: getuleysi?" Aðalsteinn Þorsteinsson vill ekki blanda sér í þessi orðaskipti en ítrekar að töfina sé ekki að rekja til deilna Byggðastofnunar og Landsbankans og reyndar hafi slíkar deilur aldrei átt sér stað. Hins vegar hafi tilboð Toppfisks í eigurnar verið háð skilyrðum og það hafi flækt málið. Toppfiskur dró síðan tilboð sitt til baka í síðasta mánuði.jse@frettabladid.is
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira