Handbolti

Langskotin og hraðaupphlaupin halda okkur uppi í sókninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson lætur hér vaða á móti Norðmönnum í gær.
Aron Pálmarsson lætur hér vaða á móti Norðmönnum í gær. Mynd/Valli
Íslenska handboltalandsliðið endaði í þriðja sæti yfir flest skoruð mörk í riðlakeppninni á HM í handbolta en aðeins Danir og Frakkar skoruðu fleiri mörk. Íslenska liðið skoraði 31,4 mörk að meðaltali í leik en liðið braut 30 marka múrinn í þremur leikjanna.

Þegar tölfræðin er skoðuð yfir skiptingu marka íslenska liðsins þá kemur í ljóst að það eru langskotsmörkin og hraðaupphlaupsmörkin sem halda okkur uppi í sóknarleiknum. Íslenska liðið skoraði flest hraðaupphlaupsmörk af öllum liðunum í riðlakeppninni og er ennfremur í 3. sæti yfir flest mörk með langskotum á eftir Dönum og Serbum.

Ísland skoraði 46 hraðaupphlaupsmörk í leikjunum fimm eða 9,2 að meðaltali í leik. Íslenska liðið skoraði þrettán fleiri hraðaupphlaupsmörk en næstefsta lið sem voru Austuríkismenn.

Ísland skoraði 52 mörk með langskotum eða yfir 10 að meðaltali í leik. Danir skoruðu 63 mörk með langskotum og Serbar voru tveimur langskotsmörkum á undan okkur. Næstir íslenska liðinu voru næstu mótherjar liðsins - Þjóðverjar.

Íslenska liðið er hinsvegar í tólfta sæti eða neðar í öllum hinum leikstöðunum. Ísland er í 12. sæti yfir mörk af línu, í 13. sæti yfir mörk úr hornum, í 16. sæti yfir mörk úr vítum og aðeins í 21. sæti yfir mörk eftir gegnumbrot.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir efstu liðin í öllum þessum stöðum.



Tölfræði úr riðlakeppninni
Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér úr hraðaupphlaupi á móti Austurríkismönnum.Mynd/Valli
Flest mörk í leik

1. Danmörk 181 - 36,2

2. Frakkland 159 - 31,8

3. Ísland 157 - 31,4

4. Þýskaland 151 - 30,2

5. Króatía 148 - 29.6

5. Ungverjaland 148 - 29,6

7. Austurríki 144 - 28,8

8. Pólland 143 - 28,6

9. Svíþjóð 142 - 28,4

10. Japan 141 - 28,2

Flest mörk úr hraðaupphlaupum

1. Ísland 46

2. Austurríki 33

3. Japan 31

4. Pólland 31

5. Frakkland 29

5. Danmörk 29

Flest mörk með langskotum

1. Danmörk 63

2. Serbía 54

3. Ísland 52

4. Þýskaland 49

5. Austurríki 47

Flest mörk úr hornum

1. Danmörk 37

2. Serbía 27

2. Svíþjóð 27

4. Spánn 26

4.Króatía 26

13. Ísland 16

Flest mörk af línu

1. Noregur 34

2. Brasilía 29

3. Króatía 28

4. Pólland 26

5. Danmörk 25

12. Ísland 21

Flest mörk með gegnumbrotum

1. Króatía 36

2. Frakkland 28

3. Argentína 26

4. Japan 24

5. Suður-Kórea 24

21. Ísland 12

Flest mörk úr vítum

1. Spánn 24

2. Frakkland 18

3. Noregur 17

3. Argentína 17

3. Suður-Kórea 17

16. Ísland 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×