Viðskipti innlent

Skal greiða rúman milljarð til Landsbankans vegna framvirkra samninga

Eignarhaldsfélagið NVN var í morgun dæmt til þess að greiða Landsbanka Íslands 995 milljónir króna í héraðsdómi í dag vegna framvirkra samninga sem félagið gerði um kaup á bréfum í bankanum. Stjórnarformanni félagsins, Einari Erni Jónssyni er gert að greiða 250 milljónir af upphæðinni, sem nemur sjálfskuldarábyrgð hans.

Einar Örn krafðist, sem er af Nóatúnsfjölskyldunni svokölluðu og sat í stjórn Saxhóls um árabil, krafðist sýknu og sagði að samningarnir hefðu ekki verið gildir þar sem þeir hafi ekki verið undirritaðir að fullu. Héraðsdómur komst hinsvegar að því að þeir væru í gildi og því bæri NVN og Einari að greiða skuldina.

Þá var sama félag dæmt til að greiða bankanum 45 milljónir króna í morgun í svipuðu máli sem varðaði framvirka samninga um kaup á hlutum í Eimskipafélagi Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×