Sala á hlut í Landsvirkjun gæti fært þjóðinni skattlaust ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2011 18:52 Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Hægt væri að bjóða upp á skattalaust ár fyrir heimilin í landinu með með útgáfu nýs hlutafjár upp á 25 prósent í Landsvirkjun. Eða leiðréttingu á fjárlagahalla yfirstandandi árs, næsta árs og gott betur. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, hefur fært rök fyrir því að skynsamlegt sé að selja hlut í Landsvirkjun með útgáfu nýs hlutafjár, t.d til lífeyrissjóðanna, sem eru jú eign íslensku þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir hafa áhuga, en fyrir 25 prósent af nýju hlutafé gætu fengist eitt hundrað milljarðar króna, að því gefnu að fyrirtækið sé 300 milljarða króna virði. Efnahags- og viðskiptaráðherra er opinn fyrir þessari hugmynd og hefur sagt að þetta verði að skoða af alvöru. Fjármálaráðherra er ekki jafn spenntur. „Það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöldfréttum okkar í gær.Kostirnir margir Kostirnir sem Ásgeir Jónsson nefnir eru að með þessari leið blandaðs eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða mætti aftengja ríkisábyrgð á lánum Landsvirkjunar. Fyrirtækið fengi sjálfstætt lánshæfismat. Fyrirtækið hefði jafnframt sterkara eiginfjárhlutfall og þyrfti ekki að reiða sig á skuldsetningu við fjármögnun nýrra virkjana, þetta sé afar jákvætt því eftir hrun sé sérstaklega mikilvægt að hafa sterkt eigið fé vegna lánsfjárþurrðar á mörkuðum. Þá segir Ásgeir aukinn slagkraft komast í fjárfestingar með miklu eigin fé, t.d eiginfjárhlutfalli upp á 40 prósent, og óvissuþættirnir séu færri. Reiknað er með að í ár verði 42 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 18 á því næsta, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Þetta þýðir að fyrir 25 prósenta hlut í formi nýs hlutafjár í Landsvirkjun sem seldur yrði til lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu almennings, mætti leiðrétta fjárlagahalla þessa árs og þess næsta og gott betur. Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjármálaráðherra, bauð þjóðinni upp á skattlaust ár árið 1988. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er tekjuskattur einstaklinga áætlaður 116 milljarðar króna. Það liggur því fyrir að miðað við verðmat sem liggur fyrir á 25 prósentum í nýju hlutafé í Landsvirkjun mætti bjóða íslensku þjóðinni og skuldsettum heimilum upp á skattleysi í eitt ár. Heilt ár, án tekjuskatts á einstaklinga. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira