FSÍ hélt eftir 240 milljónum til að borga sektir og gjöld 21. desember 2011 06:15 Ef fyrirtækið þarf að borga sekt vegna samkeppnislagabrota sem hafa verið í rannsókn frá því í mars munu þær greiðslur dragast frá kaupverði Bygma. fréttablaðið/Pjetur Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hélt eftir um 240 milljónum krónum af eignum Húsasmiðjunnar þegar hann seldi fyrirtækið til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum var þetta gert til að tryggja skaðleysi hans fyrir tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum sem Húsasmiðjan stendur frammi fyrir að þurfa mögulega að greiða. Verði Húsasmiðjunni gert að greiða skuldbindingarnar munu þær fyrst dragast frá kaupverði Bygma, 800 milljónum króna. Ef það dugar ekki til munu eignirnar sem FSÍ hélt eftir fara upp í skuldina. Annars vegar snýst málið um mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Hins vegar er um mögulega sekt vegna meints samkeppnisbrots að ræða. Bygma keypti Húsasmiðjuna á mánudag og á að greiða fyrir 800 milljónir króna í reiðufé ásamt því að taka yfir 2,5 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Í tilkynningu frá FSÍ vegna sölunnar kom fram að afrakstur sölunnar myndi renna til eigenda sjóðsins í samræmi við reglur hans og samþykktir. Þar segir einnig: „ekki er á þessari stundu ljóst hversu há sú upphæð verður þar sem seljandi mun halda eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist fyrirtækið“. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú endurálagning gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæðu endurálagningarinnar má rekja til þess þegar félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar keypti Húsasmiðjuna sumarið 2002 ásamt Baugi Group, fjárfestingarfélagi í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Félagið hét Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í byrjun árs 2004 var það sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 4,3 milljarða króna. Snemma árs 2005 seldu Árni og Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfestingafélagsins Primus, sem var í eigu Hannesar Smárasonar. Það félag fékk sama nafn og félagið sem áður hafði verið rennt saman við Húsasmiðjuna, Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í mars 2006 var það svo sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 2,8 milljarða króna. Samkeppniseftirlitið hefur verið með meint samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins til rannsóknar frá því í mars á þessu ári. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru.thordur@frettabladid.is Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Framtakssjóður Íslands hélt eftir á þriðja hundrað milljóna króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar hún var seld til Bygma. Féð á að notast til að greiða endurálagningu skattayfirvalda eða sekt Samkeppniseftirlitsins ef til þarf. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hélt eftir um 240 milljónum krónum af eignum Húsasmiðjunnar þegar hann seldi fyrirtækið til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum var þetta gert til að tryggja skaðleysi hans fyrir tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum sem Húsasmiðjan stendur frammi fyrir að þurfa mögulega að greiða. Verði Húsasmiðjunni gert að greiða skuldbindingarnar munu þær fyrst dragast frá kaupverði Bygma, 800 milljónum króna. Ef það dugar ekki til munu eignirnar sem FSÍ hélt eftir fara upp í skuldina. Annars vegar snýst málið um mögulega endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattalagabrota. Hins vegar er um mögulega sekt vegna meints samkeppnisbrots að ræða. Bygma keypti Húsasmiðjuna á mánudag og á að greiða fyrir 800 milljónir króna í reiðufé ásamt því að taka yfir 2,5 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Í tilkynningu frá FSÍ vegna sölunnar kom fram að afrakstur sölunnar myndi renna til eigenda sjóðsins í samræmi við reglur hans og samþykktir. Þar segir einnig: „ekki er á þessari stundu ljóst hversu há sú upphæð verður þar sem seljandi mun halda eftir ábyrgð á tveimur mögulegum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist fyrirtækið“. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú endurálagning gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæðu endurálagningarinnar má rekja til þess þegar félag í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar keypti Húsasmiðjuna sumarið 2002 ásamt Baugi Group, fjárfestingarfélagi í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Félagið hét Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í byrjun árs 2004 var það sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 4,3 milljarða króna. Snemma árs 2005 seldu Árni og Hallbjörn síðan eignarhluta sinn í Húsasmiðjunni til nýstofnaðs félags í eigu Baugs, Saxbygg og Fjárfestingafélagsins Primus, sem var í eigu Hannesar Smárasonar. Það félag fékk sama nafn og félagið sem áður hafði verið rennt saman við Húsasmiðjuna, Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. Í mars 2006 var það svo sameinað Húsasmiðjunni hf. með öllum eignum og skuldum. Við það hækkuðu skuldir Húsasmiðjunnar um 2,8 milljarða króna. Samkeppniseftirlitið hefur verið með meint samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins til rannsóknar frá því í mars á þessu ári. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru.thordur@frettabladid.is
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira