Viðskipti innlent

Starfsmenn Kaupþings þurfa að endurgreiða milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hafi verið óheimilt að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánum starfsmanna til hlutabréfakaupa. Tveir dómar þessa efnis féllu í dag, en alls fengu um 70 starfsmenn slík lán.

Heildartala lánanna nam á sínum tíma 47 milljörðum króna. Þar af var félag í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra, með lán að upphæð 3,5 milljarðar króna með einni afborgun árið 2011. Félagið hét Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og er nú gjaldþrota.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavikur í morgun er Þórður Pálsson, fyrrverandi starfsmaður bankans, dæmdur til að greiða þrotabúi Kaupþings 26 milljónir króna. Helgi Bergs, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar, er dæmdur til að greiða þrotabúinu 641 milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×