Viðskipti innlent

Árleg fjárfesting gæti orðið rúmir 80 milljarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá gerð Kárahnjúkavirkjunar. Mynd/ Stefán.
Frá gerð Kárahnjúkavirkjunar. Mynd/ Stefán.
Nýleg rammaáætlun iðnaðarráðuneytisins um vernd og nýtingu orkuframkvæmda gerir ráð fyrir því að fjárfesting vegna virkjunarframkvæmda á næstu árum geti numið um 4% af landsframleiðslu á næstu árum eða um 84 milljörðum króna á ári á tímabilinu 2013-2019, ef möguleikar sem falla í svokallaða nýtingar- og biðflokka, verða að veruleika. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka.

Greiningardeildin segir þó afar ólíklegt að öllum þessum virkjanakostum verði hrint í framkvæmd innan þess tímaramma sem er nefndur að ofanverðu. Hins vegar sé alveg ljóst að talsvert rúm sé til mikillar aukningar uppsetts afls bæði ef vilji og fjármagn er til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×