Frakkar komnir í úrslitaleikinn á HM - unnu Svía 29-26 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2011 18:34 Frakkar eru komnir skrefi nær því að verja heimsmeistaratitilinn sinn eftir þriggja marka sigur á Svíum, 29-26, í fyrri undanúrslitaleiknum á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar voru með öruggt forskot allan leikinn en Svíar náðu reyndar að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum. Frakkar eru því að spila úrslitaleik á fjórða stórmótinu í röð en þeir hafa unnið gullið á hinum þremur, EM 2010 í Austurríki, Hm 2009 í Króatíu og Ólympíuleikunum í Peking 2008. Frakkar hafa fjórum sinnum áður leikið til úrslita á heimsmeistaramóti en þeir unnu titilinn 1995, 2001 og 2009 en fengu silfur árið 1993. Svíar tóku frumkvæðið í upphafi og komust í 1-0, 2-1 og svo 4-2 en Frakkar skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í 6-4. Fjögur af fyrstu sex mörkum Frakka komu úr hraðaupphlaupum og Staffan Olson ákvað að taka leikhlé eftir rúmar þrettán mínútur. Það gekk hinsvegar lítið hjá Svíum að koma boltanum framhjá Thierry Omeyer í markinu og Frakkar komust í 8-5. Svíar nýttu sér vel að Frakkar misstu í tvígang mann af velli og tókst að minnka muninn í eitt mark, 11-10 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Frakkar náðu aftur að bæta í, voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og náðu svo fimm marka forskoti, 17-12, eftir að hafa skorað tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Frakkar héldu áfram sínu skriði og voru komnir með sjö marka forskot, 24-17, þegar aðeins sextán mínútur voru eftir af leiknum. Svíar skoruðu þá þrjú mörk í röð, minnkuðu muninn í 24-20 og Claude Onesta, þjálfari Frakka, varð að taka leikhlé. Franska liðið skoraði næsta mark en svo náðu Svíar að skora aftir þrjú mörk í röð og minnka muninn í tvö mörk, 25-23, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Við tóku spennandi lokamínútur þar sem Frakkar náðu að tryggja sér sigurinn. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Frakkar eru komnir skrefi nær því að verja heimsmeistaratitilinn sinn eftir þriggja marka sigur á Svíum, 29-26, í fyrri undanúrslitaleiknum á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar voru með öruggt forskot allan leikinn en Svíar náðu reyndar að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum. Frakkar eru því að spila úrslitaleik á fjórða stórmótinu í röð en þeir hafa unnið gullið á hinum þremur, EM 2010 í Austurríki, Hm 2009 í Króatíu og Ólympíuleikunum í Peking 2008. Frakkar hafa fjórum sinnum áður leikið til úrslita á heimsmeistaramóti en þeir unnu titilinn 1995, 2001 og 2009 en fengu silfur árið 1993. Svíar tóku frumkvæðið í upphafi og komust í 1-0, 2-1 og svo 4-2 en Frakkar skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í 6-4. Fjögur af fyrstu sex mörkum Frakka komu úr hraðaupphlaupum og Staffan Olson ákvað að taka leikhlé eftir rúmar þrettán mínútur. Það gekk hinsvegar lítið hjá Svíum að koma boltanum framhjá Thierry Omeyer í markinu og Frakkar komust í 8-5. Svíar nýttu sér vel að Frakkar misstu í tvígang mann af velli og tókst að minnka muninn í eitt mark, 11-10 þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Frakkar náðu aftur að bæta í, voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og náðu svo fimm marka forskoti, 17-12, eftir að hafa skorað tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Frakkar héldu áfram sínu skriði og voru komnir með sjö marka forskot, 24-17, þegar aðeins sextán mínútur voru eftir af leiknum. Svíar skoruðu þá þrjú mörk í röð, minnkuðu muninn í 24-20 og Claude Onesta, þjálfari Frakka, varð að taka leikhlé. Franska liðið skoraði næsta mark en svo náðu Svíar að skora aftir þrjú mörk í röð og minnka muninn í tvö mörk, 25-23, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Við tóku spennandi lokamínútur þar sem Frakkar náðu að tryggja sér sigurinn.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira