Orkuveitan getur ekki útvegað rafmagn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2011 18:31 Orkuveitan. Viðræðum um kísilverksmiðju í Þorlákshöfn hefur verið hætt þar sem Orkuveita Reykjavíkur getur ekki útvegað rafmagn. Félaginu Thorsil hefur í staðinn verið boðið að keppa við önnur fyrirtæki um orkuna í Þingeyjarsýslum. Það var fyrir nítján mánuðum, í febrúar á síðasta ári, sem fulltrúar félagsins Thorsil mættu í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til að undirrita samningsramma um verkefnið við þáverandi forystumenn Orkuveitunnar og fulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss. Kanadíska félagið Timminco ætlaði að vera aðalfjárfestir en það hafði í samvinnu við íslenska félagið Strokk Energy stofnað Thorsil um verkefnið. Mikil bjartsýni ríkti og bæjarstjóri Ölfuss sá fram á 400 ársverk á byggingartíma og 160 framtíðarstörf í Þorlákshöfn en smíði kísilverksmiðjunnar átti að hefjast í sumar og framleiðslan eftir tvö ár. Skemmst er frá því að segja að öll eru þessi áform nú gufuð upp og ljóst að engin kísilverksmiðja rís á næstunni í Þorlákshöfn á vegum Thorsil. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir að samningur aðilanna sé runnin út og því ekki lengur í gildi. Orkuveitan muni auk þess enga nýja samninga gera fyrr en niðurstaða fæst í deilu milli hennar og Norðuráls um raforkusölu til Helguvíkur. Lengi hefur raunar legið fyrir að Orkuveitan væri af fjárhagsástæðum ekki til stórræðanna í orkuframkvæmdum en það var þó fyrst fyrir um það bil mánuði sem Thorsil fékk það endanlega staðfest á fundi með Orkuveitunni að þaðan fengi það enga orku í kísilver á næstunni, að sögn Hákons Björnssonar, talsmanns Thorsil. Félagið hafði raunar þegar í vor snúið sér til Landsvirkjunar með ósk um kaup á 85 megavöttum. Þar sem Landsvirkjunarmenn höfðu engin áform um virkjanir sunnanlands var Thorsil-mönnum, eins og öllum hinum, vísað á Bakkalóðina við Húsavík og boðið að gera tilboð í raforkuna í Þingeyjarsýslum. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira
Viðræðum um kísilverksmiðju í Þorlákshöfn hefur verið hætt þar sem Orkuveita Reykjavíkur getur ekki útvegað rafmagn. Félaginu Thorsil hefur í staðinn verið boðið að keppa við önnur fyrirtæki um orkuna í Þingeyjarsýslum. Það var fyrir nítján mánuðum, í febrúar á síðasta ári, sem fulltrúar félagsins Thorsil mættu í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til að undirrita samningsramma um verkefnið við þáverandi forystumenn Orkuveitunnar og fulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss. Kanadíska félagið Timminco ætlaði að vera aðalfjárfestir en það hafði í samvinnu við íslenska félagið Strokk Energy stofnað Thorsil um verkefnið. Mikil bjartsýni ríkti og bæjarstjóri Ölfuss sá fram á 400 ársverk á byggingartíma og 160 framtíðarstörf í Þorlákshöfn en smíði kísilverksmiðjunnar átti að hefjast í sumar og framleiðslan eftir tvö ár. Skemmst er frá því að segja að öll eru þessi áform nú gufuð upp og ljóst að engin kísilverksmiðja rís á næstunni í Þorlákshöfn á vegum Thorsil. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir að samningur aðilanna sé runnin út og því ekki lengur í gildi. Orkuveitan muni auk þess enga nýja samninga gera fyrr en niðurstaða fæst í deilu milli hennar og Norðuráls um raforkusölu til Helguvíkur. Lengi hefur raunar legið fyrir að Orkuveitan væri af fjárhagsástæðum ekki til stórræðanna í orkuframkvæmdum en það var þó fyrst fyrir um það bil mánuði sem Thorsil fékk það endanlega staðfest á fundi með Orkuveitunni að þaðan fengi það enga orku í kísilver á næstunni, að sögn Hákons Björnssonar, talsmanns Thorsil. Félagið hafði raunar þegar í vor snúið sér til Landsvirkjunar með ósk um kaup á 85 megavöttum. Þar sem Landsvirkjunarmenn höfðu engin áform um virkjanir sunnanlands var Thorsil-mönnum, eins og öllum hinum, vísað á Bakkalóðina við Húsavík og boðið að gera tilboð í raforkuna í Þingeyjarsýslum.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Sjá meira