Viðskipti innlent

Express eykur markaðshlutdeild í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél Iceland Express.
Flugvél Iceland Express.
Iceland Express hefur aukið hlutdeild sína í flutningi farþega frá Lundúnum til Íslands og frá Bretlandi almennt. Í ágúst síðastliðnum flutti Iceland Express um 49 prósent farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, en sambærilegar tölur fyrir maí voru tæplega 34%, í júní var hlutfallið 41% og í júlímánuði flutti félagið 45 prósent allra farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, segir í tilkynningu frá Iceland Express sem vísar í tölur frá bresku flugmálastjórninni. Það sem af er ári er hlutdeild Iceland Express í farþegaflutningum frá Bretlandi almennt til Keflavíkur 45 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×