Viðskipti innlent

Hyggjast selja eignir upp í skuldir

Skuldastaða Reykjanesbæjar er erfið, en meirihlutinn hyggst vinna á henni á næstu þremur árum með eignasölu og rekstrarafgangi. Fréttablaðið/GVA
Skuldastaða Reykjanesbæjar er erfið, en meirihlutinn hyggst vinna á henni á næstu þremur árum með eignasölu og rekstrarafgangi. Fréttablaðið/GVA
Heildarskuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar, með samstæðu, nema nú 43 milljörðum, að því er fram kemur í ársreikningum bæjarins sem voru samþykktir á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hyggst vinna á skuldum með eignasölu.

 

Skuldir bæjarsjóðs nema tæplega 29 milljörðum króna og hafa meira en fimmfaldast frá árinu 2002 þegar skuldir námu rúmlega fimm milljörðum.

 

Í bókun meirihlutans á fundinum kom fram að áætlað sé að lækka skuldahlutfall bæjarins á næstu þremur árum með því að „nýta rekstrarafgang og peningalegar eignir“. Áætlanir meirihlutans gera ráð fyrir að skuldahlutfall samstæðu, heildarskuldir á móti rekstrartekjum eins árs, verði komið í 207 prósent árið 2014.

 

Fulltrúar minnihluta segja skuldastöðu bæjarins hefta framfarir og sé afleiðing „óskynsamrar fjármálastjórnar meirihluta sjálfstæðismanna á undanförnum árum“.

Meirihlutinn segir að gert sé ráð fyrir rekstrarafgangi næstu þrjú ár, þó varlega sé farið í áætlanir um tekjuaukningu með nýjum atvinnutækifærum.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×