Viðskipti innlent

Ríflega þrjú þúsund félög sektuð fyrir vanskil á ársreikningum

Ríkisskattstjóri leggur sektirnar á félögin.
Ríkisskattstjóri leggur sektirnar á félögin.
Alls hafa 3229 félög fengið 250 þúsund króna sekt undanfarið fyrir vanskil á ársreikningum fyrir árið 2009 samkvæmt Viðskiptablaðinu í dag.

Sektarbréfin voru gefin út 4. og 5. maí síðastliðinn en þetta er í fyrsta skiptið sem slíkar sektir eru lagðar á fyrirtæki eftir að ríkisskattstjóra varð það heimilt.

Í desember á síðasta ári bárust félögum í áskorun um að að skila ársreikningi eða sæta sektum. Þá voru um tíu þúsund félög í vanskilum.

Sektir verða einnig lagðar á fyrir vanskil á ársreikningi fyrir síðasta ár en síðasti skiladagur er 31. ágúst 2011. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×