Viðskipti innlent

Kerfi sem nær til flestra landshluta

Bjarni Maríus Jónsson og Ómar Svavarsson gengu í fyrradag frá samningi um kaup Vodafone.
Bjarni Maríus Jónsson og Ómar Svavarsson gengu í fyrradag frá samningi um kaup Vodafone.
Vodafone hefur fest kaup á þeim hluta fjarskiptakerfis Fjarska ehf. sem þjónustar samkeppnismarkað.  „Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs, eftir að stjórn Fjarska ákvað að draga fyrirtækið út úr samkeppnisrekstri og sinna framvegis eingöngu sérhæfðri öryggisfjarskiptaþjónustu vegna raforkukerfisins,“ segir í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna, en Fjarski er hluti Landsvirkjunarsamstæðunnar.

 

Vodafone tekur yfir allar skuldbindingar Fjarska gagnvart núverandi viðskiptavinum fyrirtækisins. Með kaupunum er Vodafone sagt eignast fjarskiptakerfi sem nái til flestra landshluta.

 

„Verður nýja kerfið viðbót við núverandi grunnnet Vodafone sem byggir á 1.800 kílómetra löngum ljósleiðara sem liggur hringinn í kringum landið, þar með talið um Vestfirði,“ segir í tilkynningu fyrirtækjanna og áréttað að Vodafone eigi jafnframt „fjölmarga fjarskiptastaði á hálendinu“ sem séu „undirstaða langdrægs GSM kerfis fyrirtækisins“. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×