Viðskipti innlent

Gera kröfu um útgreiðslu á 10% arði hjá SS

Fram er komin krafa um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands (SS).  Hámarks arðgreiðsla getur þó ekki orðið hærri en rúmlega 14,3 milljónir kr.  en það er óráðstafað eigið fé í árslok 2010 verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins 25. mars 2011.

Í tilkynningu segir að stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. hafi móttekið kröfu um útgreiðslu arðs af eigendum yfir 10% hluta í B-deild stofnsjóðs. Krafan er móttekin innan tilskilins frests skv. samþykktum félagsins.

Krafan verður því lögð fram sem tillaga fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður 25. mars 2011.

Verði tillagan samþykkt á aðalfundi félagsins gæti arðgreiðslan orðið að hámarki 7,17%, alls krónur 14.343.824,- Arðleysisdagur er þá 28. mars, arðréttindadagur 30. mars og greiðsludagur arðs 29. apríl 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×