Viðskipti innlent

Aukning í dagvöruverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 2,5% á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 2,6% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri Verslunarinnar en þar kemur einnig fram að verð á dagvöru hefur hækað um 1,1% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Sala áfengis dróst saman um 0,9% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi Fataverslun var 13,0% minni í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Velta skóverslunar jókst hinsvegar um 4,9% í febrúar og velta húsgagnaverslana jókst um 23,2% og sala á raftækjum um 24,5%.

Hér má kynna sér málið nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×