Framtakssjóður kaupir í N1 - stefnt að skráningu í kauphöll 12. september 2011 13:35 Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni. Í tilkynningu segir að jafnframt hafi Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, meðal annars lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. „Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og leiða áfram þróun og uppbyggingu félagsins. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll á árinu 2013,“ segir ennfremur. Í viðskiptunum nú kaupir Framtakssjóður alls um 10,3% hlutafjár í N1 af Skilanefnd Glitnis og um 5,5% af Íslandsbanka. „Eftir viðskiptin á Skilanefnd Glitnis ekki hlut í N1. Endanlegt kaupverð Framtakssjóðsins mun ráðast af niðurstöðu rekstrar á árinu 2011 en tekur mið af heildarvirði félagsins við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.“ Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands segist telja N1 góðan fjárfestingarkost og að spennandi sé fyrir Framtakssjóðinn að koma að þessu verkefni. „N1 er eitt af fjölmörgum lykilfyrirtækjum í íslensku viðskiptalífi sem hafa að stærstum hluta endað í eigu banka í kjölfar efnahagshrunsins. Framtakssjóðurinn vill vera leiðandi aðili við að efla fyrirtækið, breikka eignarhald þess og stefna að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Efnahagur N1 er nú traustur og við teljum góð tækifæri í rekstrinum. Fyrirtækið hefur sterka markaðsstöðu, öflugt dreifikerfi og hefur leikið mikilvægt hlutverk í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Það er afar mikilvægt að nýta þessa sterku stöðu til að þjóna viðskiptavinum og hámarka arðsemi allra hluthafa." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni. Í tilkynningu segir að jafnframt hafi Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, meðal annars lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. „Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og leiða áfram þróun og uppbyggingu félagsins. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll á árinu 2013,“ segir ennfremur. Í viðskiptunum nú kaupir Framtakssjóður alls um 10,3% hlutafjár í N1 af Skilanefnd Glitnis og um 5,5% af Íslandsbanka. „Eftir viðskiptin á Skilanefnd Glitnis ekki hlut í N1. Endanlegt kaupverð Framtakssjóðsins mun ráðast af niðurstöðu rekstrar á árinu 2011 en tekur mið af heildarvirði félagsins við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.“ Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands segist telja N1 góðan fjárfestingarkost og að spennandi sé fyrir Framtakssjóðinn að koma að þessu verkefni. „N1 er eitt af fjölmörgum lykilfyrirtækjum í íslensku viðskiptalífi sem hafa að stærstum hluta endað í eigu banka í kjölfar efnahagshrunsins. Framtakssjóðurinn vill vera leiðandi aðili við að efla fyrirtækið, breikka eignarhald þess og stefna að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Efnahagur N1 er nú traustur og við teljum góð tækifæri í rekstrinum. Fyrirtækið hefur sterka markaðsstöðu, öflugt dreifikerfi og hefur leikið mikilvægt hlutverk í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Það er afar mikilvægt að nýta þessa sterku stöðu til að þjóna viðskiptavinum og hámarka arðsemi allra hluthafa."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira