Viðskipti innlent

Héraðsdómur felldi niður mál gegn Sigurjóni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Árnason ásamt Halldóri J. Kristjánssyni. Þeir tveir voru bankastjórar Landsbankans fyrir bankahrun.
Sigurjón Árnason ásamt Halldóri J. Kristjánssyni. Þeir tveir voru bankastjórar Landsbankans fyrir bankahrun.
Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fella niður mál gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Slitastjórn bankans höfðaði málið gegn honum vegna launagreiðslna sem hann fékk skömmu fyrir hrun og krafðist hundruð milljóna af honum. Úrskurðarorð dómara voru lesin upp klukkan hálftvö í dag en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur. Slitastjórnin mun þurfa að greiða Sigurjóni 700 þúsund krónur í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×