Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar - nýskráningum einnig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hafa 519 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á árinu.
Alls hafa 519 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta á árinu.
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um 26% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru 83 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, en 66 í apríl fyrir ári síðan. Flest gjaldþrot voru hjá fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur gjaldþrotum fjölgað um 44%. Þau eru 519 það sem af er ári, en voru 360 á sama tíma í fyrra.

Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgaði um 22% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Nú í apríl voru 145 einkahlutafélög nýskráð, en í fyrra voru þau 119. Flest ný félög voru á sviði heild- og smásöluverslunar og ökutækjaviðgerða. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins eru nýskráningar fyrirtækja jafnmargar og í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×