Viðskipti innlent

Allianz hyggst áfrýja úrskurði

Allianz hyggst áfrýja úrskurði Neytendastofu vegna samanburðar á vörum Allianz við vörur Sparnaðar. Neytendastofa taldi fyrirtækið hafa brotið gegn ákvæöum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz og Sparnaðar.

„Allianz leggur metnað sinn í að allar samanburðarupplýsingar sem frá fyrirtækinu komi séu fyllilega réttar og telur að svo hafa einnig verið í þessu tilfelli. Allianz leitaði bæði til Sparnaðar og þýska félagsins Versicherungs Kammer Bayern í gagnaöflun sinni. Einnig var leitað til nokkurra óháðra þýskra ráðgjafafyrirtækja til að fá óháð sjónarhorn á vörur fyrirtækjanna," segir í tilkynningu frá Allianz.

Fyrirtækið hefur brugðist við tilmælum Neytendastofu og tekið áðurnefndan samanburð úr umferð á meðan á meðferð málsins stendur. Allianz mun sem fyrr segir áfrýja úrskurði Neytendastofu með það fyrir augum að fá úrskurði hennar breytt.


Tengdar fréttir

Allianz notaði villandi samanburð á lífeyristryggingum

Neytendastofa hefur úrskurðað að Allianz hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz söluumboðs og Sparnaðar / Bayern-Versicherung. Sparnaður kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði og útreikningi Allianz á kostnaði og ávinningi af viðbótarlífeyrissparnaði Allianz og Sparnaðar. Athugasemdir Sparnaðar snéru bæði að framsetningu samanburðarins sem og útreikningum Allianz.. Neytendastofa féllst á flestar athugasemdir Sparnaðar og telur samanburðinn villandi fyrir neytendur og að Allianz söluumboð hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu í nokkrum liðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×