Viðskipti innlent

OECD spáir 2,2% hagvexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir 2,2% hagvexti á Íslandi á þessu ári vegna aukinna fjárfestinga og einkaneyslu. Þá er spá 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. Þetta kemur fram í skýslu OECD, Economic Outlook, sem birtist í gær.

OECD telur að óvissa ríki um aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vilja til erlendrar fjárfestingar á Íslandi í kjölfar Icesave-kosninganna. Þá hvetur stofnunin stjórnvöld til að halda sig við stefnu um hallalaus ríkisfjármál árið 2013, lækkun skulda og afnám gjaldeyrishafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×