Ísland laut í lægra haldi fyrir sterkum Þjóðverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2011 19:04 Alex og félagar í íslensku sókninni voru í strangri gæslu í kvöld. Mynd/Valli Strákarnir okkar töpuðu í dag sínum fyrsta leik á HM í Svíþjóð er liðið mætti sterku liði Þýskalands. Niðurstaðan var þriggja marka sigur þeirra þýsku, 27-24. Úrslitin eru afar svekkjandi fyrir íslenska landsliðið, sérstaklega þar sem að þýska liðið var fyrirfram talið það veikasta sem við myndum mæta í milliriðlakeppninni. En það verður þó að segjast að líklega voru Þjóðverjar að spila sinn langbesta leik í keppninni til þessa. Þeir voru afar skynsamir, bæði í vörn og sókn auk þess sem að Silvio Heinevetter átti frábæran leik í markinu. Hann var valinn maður leiksins. Það skal einnig hafa það í huga að Heinevetter varði jafn mörg skot og Björgvin Páll Gústavsson í leiknum. Það stóð því ekki á markvörslunni hjá okkur og sú staðreynd að Ísland er að halda andstæðingnum enn og aftur undir 30 mörkum segir okkur að varnarleikurinn var heldur ekki það slæmur. Ástæðuna fyrir tapinu í dag er fyrst og fremst að finna í sóknarleik Íslands - nú eða þá varnarleik Þjóðverja. Strákarnir áttu einfaldlega engin svör við sterkum varnarleik þegar mest á reyndi seint í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur hefði getað orðið miklu verri. Þjóðverjar komust í tvígang fimm mörkum yfir en strákarnir gáfust aldrei upp og náðu alltaf að saxa á forskotið aftur. Staðan í hálfleik var 15-13 og munurinn aðeins tvö mörk. Íslendingar náðu með mikilli þrautsegju að vinna sig enn betur inn í leikinn. Strákarnir, sérstaklega Aron, var að finna Róbert á línunni og Alexander átti nokkrar glæsilegar sleggjur utan af velli. Staðan var orðin 18-18 og þá hélt maður að leikurinn væri að snúast Íslandi í hag. En hið gagnstæða gerðist. Þjóðverjar svöruðu mjög fljótt fyrir sig með tveimur mörkum áður en Alexander skoraði eitt allra fallegasta mark mótsins - glæsilegt undirhandarskot af gólfinu. Það mark kom á 44. mínútu. Ísland skoraði næst á 56. mínútu og var Alex þar aftur að verki. En þá var munurinn aftur kominn í fimm mörk og í þetta skiptið höfðu strákarnir ekki tíma til að vinna sig aftur inn í hann. Á þessum tíma var sóknarleikurinn okkar hræðilegur. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum. Björgvin Páll varði tvö fín skot en Heinevetter fór á kostum hinum megin á vellinum. Guðmundur Guðmundsson hefði mátt taka leikhlé miklu fyrr í þessu mótlæti. Það gerði hann þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland fjórum mörkum undir. Íslendingar áttu í raun aldrei séns á lokamínútunum. Róbert átti glæsilegar 45 mínútur í kvöld og Alexander var sá eini þess fyrir utan sem náði að stíga upp úr vonleysinu. Aron sýndi lipra takta inn á milli en mikið meira var það ekki. Björgvin Páll, sem fyrr segir, var öflugur í markinu sem dugði ekki til í dag. Ísland mætir næst Spáni á mánudaginn og ætli strákarnir okkar að komast í undanúrslit verða þeir einfaldlega að vinna þann leik. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins: Ísland - Þýskaland. Ísland - Þýskaland 24-27 (13-15) Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 7 (12), Róbert Gunnarsson 5 (5), Ólafur Stefánsson 4/2 (7/2), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (7).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (41/3, 37%).Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Guðjón Valur 2, Ólafur, Alexander)Fiskuð víti: 2 (Róbert, Snorri Steinn)Brottvísanir: 4 mínútur.Mörk Þýskalands (Skot): Christian Sprenger 5 (8), Holger Glandorf 4 (5), Sebastian Preiss 4 (6), Michael Kraus 4/2 (9/3), Dominik Klein 3 (4), Adrian Pfahl 3 (4), Pascal Hens 2 (6), Jacob Heinl 1 (2), Michael Haass 1(4).Varin skot: Silvio Heinevetter 15 (38/2, 39%)Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Sprenger 3, Pfahl 2, Klein, Heinl)Fiskuð víti: 3 (Preiss 2, Hens)Brottvísanir: 6 mínútur. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Strákarnir okkar töpuðu í dag sínum fyrsta leik á HM í Svíþjóð er liðið mætti sterku liði Þýskalands. Niðurstaðan var þriggja marka sigur þeirra þýsku, 27-24. Úrslitin eru afar svekkjandi fyrir íslenska landsliðið, sérstaklega þar sem að þýska liðið var fyrirfram talið það veikasta sem við myndum mæta í milliriðlakeppninni. En það verður þó að segjast að líklega voru Þjóðverjar að spila sinn langbesta leik í keppninni til þessa. Þeir voru afar skynsamir, bæði í vörn og sókn auk þess sem að Silvio Heinevetter átti frábæran leik í markinu. Hann var valinn maður leiksins. Það skal einnig hafa það í huga að Heinevetter varði jafn mörg skot og Björgvin Páll Gústavsson í leiknum. Það stóð því ekki á markvörslunni hjá okkur og sú staðreynd að Ísland er að halda andstæðingnum enn og aftur undir 30 mörkum segir okkur að varnarleikurinn var heldur ekki það slæmur. Ástæðuna fyrir tapinu í dag er fyrst og fremst að finna í sóknarleik Íslands - nú eða þá varnarleik Þjóðverja. Strákarnir áttu einfaldlega engin svör við sterkum varnarleik þegar mest á reyndi seint í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur hefði getað orðið miklu verri. Þjóðverjar komust í tvígang fimm mörkum yfir en strákarnir gáfust aldrei upp og náðu alltaf að saxa á forskotið aftur. Staðan í hálfleik var 15-13 og munurinn aðeins tvö mörk. Íslendingar náðu með mikilli þrautsegju að vinna sig enn betur inn í leikinn. Strákarnir, sérstaklega Aron, var að finna Róbert á línunni og Alexander átti nokkrar glæsilegar sleggjur utan af velli. Staðan var orðin 18-18 og þá hélt maður að leikurinn væri að snúast Íslandi í hag. En hið gagnstæða gerðist. Þjóðverjar svöruðu mjög fljótt fyrir sig með tveimur mörkum áður en Alexander skoraði eitt allra fallegasta mark mótsins - glæsilegt undirhandarskot af gólfinu. Það mark kom á 44. mínútu. Ísland skoraði næst á 56. mínútu og var Alex þar aftur að verki. En þá var munurinn aftur kominn í fimm mörk og í þetta skiptið höfðu strákarnir ekki tíma til að vinna sig aftur inn í hann. Á þessum tíma var sóknarleikurinn okkar hræðilegur. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum. Björgvin Páll varði tvö fín skot en Heinevetter fór á kostum hinum megin á vellinum. Guðmundur Guðmundsson hefði mátt taka leikhlé miklu fyrr í þessu mótlæti. Það gerði hann þegar fimm mínútur voru eftir og Ísland fjórum mörkum undir. Íslendingar áttu í raun aldrei séns á lokamínútunum. Róbert átti glæsilegar 45 mínútur í kvöld og Alexander var sá eini þess fyrir utan sem náði að stíga upp úr vonleysinu. Aron sýndi lipra takta inn á milli en mikið meira var það ekki. Björgvin Páll, sem fyrr segir, var öflugur í markinu sem dugði ekki til í dag. Ísland mætir næst Spáni á mánudaginn og ætli strákarnir okkar að komast í undanúrslit verða þeir einfaldlega að vinna þann leik. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins: Ísland - Þýskaland. Ísland - Þýskaland 24-27 (13-15) Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 7 (12), Róbert Gunnarsson 5 (5), Ólafur Stefánsson 4/2 (7/2), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (7).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (41/3, 37%).Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Guðjón Valur 2, Ólafur, Alexander)Fiskuð víti: 2 (Róbert, Snorri Steinn)Brottvísanir: 4 mínútur.Mörk Þýskalands (Skot): Christian Sprenger 5 (8), Holger Glandorf 4 (5), Sebastian Preiss 4 (6), Michael Kraus 4/2 (9/3), Dominik Klein 3 (4), Adrian Pfahl 3 (4), Pascal Hens 2 (6), Jacob Heinl 1 (2), Michael Haass 1(4).Varin skot: Silvio Heinevetter 15 (38/2, 39%)Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Sprenger 3, Pfahl 2, Klein, Heinl)Fiskuð víti: 3 (Preiss 2, Hens)Brottvísanir: 6 mínútur.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira