Viðskipti innlent

Gæti verið ávísun á vandræði

viðskipti Bankar og fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu fengu sextán milljarða evra, jafnvirði rúmra 2,5 billjóna króna, að láni hjá evrópska seðlabankanum á fimmtudag. Annað eins hefur ekki sést síðan í janúar 2009. Meðallán hafa það sem af er ári numið 100 milljónum evra á dag.

Mismunandi kenningar eru uppi um ástæðu þess að lánveitingar hafi aukist svo mjög í vikunni. Netmiðillinn MarketWatch segir greinendur hafa talið tölurnar villu í markaðskerfinu. Danska blaðið Börsen segist hins vegar ekki útiloka að einhver stórbanki á evrusvæðinu geti verið í vandræðum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×