Handbolti

Í beinni: Ísland - Þýskaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í baráttu í fyrri hálfleik.
Róbert Gunnarsson í baráttu í fyrri hálfleik. Mynd/Valli

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá leik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina: Ísland - Þýskaland

Um fyrsta leik Íslands í milliriðli er að ræða en liðið mun í honum leika sína leiki í Jönköping. Ísland vann alla sína leiki í B-riðli sem fór fram í Norrköping og Linköping og er því í efsta sæti millriðilsins með fjögur stig fyrir leiki dagsins.

Þýskaland tapaði hins vegar bæði fyrir Frakklandi og Spáni í A-riðli og mætir stigalaust til leiks í milliriðlakeppninni.

Þjóðverjar urðu heimsmeistarar árið 2007 og komust svo í undanúrslit á EM 2008 í Noregi. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Þjóðverjar komust ekki áfram upp úr riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í Peking, náðu svo fimmta sæti á HM 2009 í Króatíu og 10. sæti á EM 2010 í Austurríki.

Markmið Þjóðverja er nú að ná minnst fjórða sæti í milliriðlinum til að eiga möguleika á sjöunda sæti keppninnar sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.

Til þess þurfa þeir að minnsta kosti að vinna Noreg og Ungverjaland sem eru næstu andstæðingar þeirra í milliriðlinum en sigur gegn Íslandi í dag myndi einnig hjálpa þeim mikið í þeirri baráttu.

Strákarnir okkar ætla sér einnig stóra hluti í Svíþjóð og eiga í dag góðan möguleika á sæti í undanúrslitunum. En ætli þeir sér að komast þangað þurfa þeir helst að vinna Þýskaland í dag.

Úrslit, staða og næstu leikir .










Fleiri fréttir

Sjá meira


×