Viðskipti innlent

Svarfrestur bankastjórnar Landsbankans runninn út

Viðskipti Tveggja vikna frestur sem fyrrverandi bankastjórum og bankaráðsmönnum Landsbankans var gefinn til að andmæla skaðabótaskyldu sinni vegna misgjörða fyrir hrun rann út í gær.

Slitastjórn og skilanefnd bankans sendu Sigurjóni Þ. Árnasyni, Halldóri J. Kristjánssyni, Andra Sveinssyni, Kjartani Gunnarssyni, Svöfu Grönfeldt og Þorgeiri Baldurssyni bréf 4. febrúar með útlistun á því í hverju skaðabótaskyldan var talin felast.

"Verði bréfi þessu ekki svarað innan framangreinds frests má vænta þess að skaðabótamál verði höfðað á hendur yður," sagði í bréfinu.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar, sagðist í gær ekki geta veitt upplýsingar um hvort svör hefðu borist. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×