Handbolti

Brasilía tapaði tveimur æfingaleikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með brasilíska landsliðinu.
Úr leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Handboltalandslið Brasilíu hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á æfingamóti í Danmörku nú um helgina.

Í gær tapaði liðið fyrir Dönum, 38-29, eftir að hafa haldið í við heimamenn lengi vel. Í dag tapaði svo Brasilía fyrir Túnis.

Brasilía er í riðli með Íslandi á HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðin mætast í 2. umferð riðlakeppninnar á laugardaginn eftir viku.

Fjölmargir æfingaleikir fara fram þessa dagana þar sem landsliðin eru nú að undirbúa sig fyrir heimsmeistarakeppnina.

Ungverjaland og Noregur, sem bæði eru með Íslandi í riðli, unnu sína leiki í gær.



Úrslit leikja í gær:


Egyptaland - Svartfjallaland 28-29

Ungverjaland - Slóvakía 32-27

Sviss - Rúmenía 35-26

Spánn - Hvíta-Rússland 39-18

Pólland - Tékkland 33-32

Noregur - Slóvenía 36-33

Svíþjóð - Túnis 24-19

Danmörk - Brasiía 38-29




Fleiri fréttir

Sjá meira


×