Ekki lausn að lækka álögur á bensíni og olíu 15. júlí 2011 11:15 Mynd/Vísir. Hækkun olíuverðs er langtímavandamál sem ekki verður leyst með skammtímaaðgerðum. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu sem hefur það að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Tekjur ríkissjóðs sem eyrnamerktar eru samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Þetta eru helstu niðurstöður í skýrslu starfshóps um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs. Starfshópurinn var á vegum fjármálaráðuneytisins. Hægt er að sjá skýrsluna á vefsíðu stjórnarráðsins. Í tilkynningu segir að einn stærsti þáttur í vinnu nefndarinnar hefur verið að greina þá þróun sem verður á olíuverði til lengri tíma. Eins og rakið er í skýrslunni þá er það mat nefndarinnar að verð á olíu verði framvegis hátt þó að verðsveiflur geti valdið tímabundinni lækkun. Til lengri tíma litið mun því verð á olíu hækka. Af þeim sökum leggur nefndin ekki til að ráðist verði í skammtímaaðgerðir eins og t.d. að lækka álögur á olíu. Margt kemur þar til, en rétt er að leggja áherslu á fjögur veigamikil atriði: Álögur hins opinbera valda ekki hærra olíuverði. Orsökin er fyrst og fremst ört hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu en einnig óhagstæð gengisþróun. Svo dæmi sé tekið hefði 20 kr. lækkun á álagningu hins opinbera á bensíni í desember 2010 verið horfin í byrjun apríl. Þær tekjur sem ríkissjóður hefur fengið af vörugjaldi á eldsneyti og eru eyrnamerktar samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Uppsafnaður halli Vegagerðarinnar á 6 ára tímabili er nærri 14 milljarða kr. Núverandi gjaldkerfi stendur því ekki undir samgöngukerfinu. Álögur hins opinbera á olíu á Íslandi teljast ekki háar í samanburði við hin Norðurlöndin og olíuverð hér á landi er einna lægst í Vestur-Evrópu. Viðbrögð annarra ríkja við hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki verið þau að lækka álögur nema í undantekningartilfellum. Alþjóðastofnanir hafa hvatt ríki heims til að móta stefnu sem hefur að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Út frá þessum forsendum hefur nefndin einbeint sér að því að benda á lausnir sem eiga að vinda ofan af núverandi stöðu í samgöngum á Íslandi. Líkt og aðrar þjóðir þarf Ísland að bregðast við síhækkandi olíuverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Ef mat nefndarinnar um síhækkandi olíuverð reynist vera rétt verður að eiga sér stað veruleg umbreyting á skipulagi og uppbyggingu á samgöngukerfi landsins. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hækkun olíuverðs er langtímavandamál sem ekki verður leyst með skammtímaaðgerðum. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu sem hefur það að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Tekjur ríkissjóðs sem eyrnamerktar eru samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Þetta eru helstu niðurstöður í skýrslu starfshóps um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs. Starfshópurinn var á vegum fjármálaráðuneytisins. Hægt er að sjá skýrsluna á vefsíðu stjórnarráðsins. Í tilkynningu segir að einn stærsti þáttur í vinnu nefndarinnar hefur verið að greina þá þróun sem verður á olíuverði til lengri tíma. Eins og rakið er í skýrslunni þá er það mat nefndarinnar að verð á olíu verði framvegis hátt þó að verðsveiflur geti valdið tímabundinni lækkun. Til lengri tíma litið mun því verð á olíu hækka. Af þeim sökum leggur nefndin ekki til að ráðist verði í skammtímaaðgerðir eins og t.d. að lækka álögur á olíu. Margt kemur þar til, en rétt er að leggja áherslu á fjögur veigamikil atriði: Álögur hins opinbera valda ekki hærra olíuverði. Orsökin er fyrst og fremst ört hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu en einnig óhagstæð gengisþróun. Svo dæmi sé tekið hefði 20 kr. lækkun á álagningu hins opinbera á bensíni í desember 2010 verið horfin í byrjun apríl. Þær tekjur sem ríkissjóður hefur fengið af vörugjaldi á eldsneyti og eru eyrnamerktar samgönguframkvæmdum eru langt í frá nægar til að standa undir vexti og viðhaldi samgöngukerfisins. Uppsafnaður halli Vegagerðarinnar á 6 ára tímabili er nærri 14 milljarða kr. Núverandi gjaldkerfi stendur því ekki undir samgöngukerfinu. Álögur hins opinbera á olíu á Íslandi teljast ekki háar í samanburði við hin Norðurlöndin og olíuverð hér á landi er einna lægst í Vestur-Evrópu. Viðbrögð annarra ríkja við hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu hafa ekki verið þau að lækka álögur nema í undantekningartilfellum. Alþjóðastofnanir hafa hvatt ríki heims til að móta stefnu sem hefur að markmiði að draga úr áhættu af olíuskorti og hækkandi eldsneytisverði. Út frá þessum forsendum hefur nefndin einbeint sér að því að benda á lausnir sem eiga að vinda ofan af núverandi stöðu í samgöngum á Íslandi. Líkt og aðrar þjóðir þarf Ísland að bregðast við síhækkandi olíuverði með því að draga úr vægi jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Ef mat nefndarinnar um síhækkandi olíuverð reynist vera rétt verður að eiga sér stað veruleg umbreyting á skipulagi og uppbyggingu á samgöngukerfi landsins.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira