Viðskipti innlent

Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr

Íslandsbanki mun upplýsa kaupverðið á Byr þegar söluferlinu er að fullu lokið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum.

Yfirlýsingin hljóðar svo: „Vegna umfjöllunar um samning Byrs hf. og Íslandsbanka um útgáfu nýs hlutafjár í Byr hf., og samkomulag við slitastjórn Byrs sparisjóðs og Fjármálaráðuneytið um sölu á öllu hlutafé í Byr hf. til Íslandsbanka, skal áréttað að samkvæmt ofangreindum samningum eru samningsaðilar bundnir trúnaði um kaupverð þar til að söluferlinu er að fullu lokið.

Endanlegu söluferli lýkur ekki fyrr en að fengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins.

Íslandsbanki hyggst upplýsa um kaupverðið þegar kaupin eru endanlega gengin um garð og öll skilyrði uppfyllt. Það er í takti við þá stefnu um gagnsæi og upplýsingagjöf sem Íslandsbanki setti sér strax við stofnun bankans haustið 2008."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×